Fréttir & tilkynningar

Grænlensk menning í Tjarnarborg á laugardag

Í tilefni af grænlenskri menningarviku barna og unglinga eru tveir grænlenskir listamenn staddir í Fjallabyggð. Þetta eru þau  Pauline Motzfeldt sem sýnir grænlenska söngva og dansa og segir sögu trommunnar. Pauline er kennari og hefur haldið fyrirlestra og námskeið í Danmörku og Grænlandi. Miki Jacobsen er ljósmyndari, myndlistamaður, tónlistarmaður og leikari. Hann gerir m.a. andlitsgrímur eftir grænlenskri hefð. Hann hefur haldið fjölda sýninga, bæði á Grænlandi, Norðurlöndunum og í Kanada. Pauline og Miki halda stutta sýningu fyrir almenning í Tjarnarborg laugardaginn 30.október  kl. 12.30. Allir eru velkomnir og frítt inn. Fræðslu- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar
Lesa meira

Félagsmiðstöðin NEON

Nú hefur rekstur Félagsmiðstöðva á Siglufirði (Æskó) og Ólafsfirði (Tunglið) verið sameinaður. Krakkarnir eru keyrðir á milli staða og er því aðeins opið öðru megin í einu. Sameiningin hefur gengið mjög vel og hafa krakkarnir kosið sér nafn á nýju félagsmiðstöðina, hún skal heita NEON.   Sigmundur Sigmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður. Ragnar Magnússon og Ragna Dís Einarsdóttir eru áfram starfmenn félagsmiðstöðvarinnar. Netfang forstöðumanns er: sigm@fjallaskolar.is.
Lesa meira

Grænlensk menningarvika barna- og unglinga í Fjallabyggð

Nú stendur yfir grænlensk menningarvika barna- og unglinga í Fjallabyggð. Grænlenskir listamenn koma í heimsókn, sýna grænlenska list og fræða börnin um Grænland, sögu þess og menningu.
Lesa meira

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Nú hefur rekstur Íþróttamiðstöðvanna á Siglufirði og Ólafsfirði verið sameinaður og til orðin íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.  Haukur Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður. Starfsemi Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar mun verða áfram á tveimur stöðum með svipuðu sniði og verið hefur og eru íbúum Fjallabyggðar beint á að hafa samband við Forstöðumann í síma 863-1466 ef málið varðar íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
Lesa meira

Alþjóðleg athafnavika 15. - 21. nóvember

Alþjóðleg athafnavika fer fram 15.-21. nóvember 2010. Tilgangur vikunnar er að sýna fram á gildi athafnasemi fyrir samfélagið í heild sinni, hvetja þjóðina til athafnasemi og senda jákvæð skilaboð út í þjóðfélagið. Árið 2009 voru um 120 viðburðir um allt land, 50 samstarfsaðilar og um 5000 þátttakendur á Íslandi. Allir geta tekið þátt, bæði einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki.  
Lesa meira

Múlagöng lokuð þrjár nætur

Múlagöng verða lokuð aðfaranótt þriðjudags, 19. okt (ekki 23. okt eins kom hér áður fram) og næstu þrjár nætur þar á eftir. Frá kl. 24-06. Neyðarakstur fær að fara í gegn.
Lesa meira

Útsvar á föstudagskvöld

Annað kvöld mun lið Fjallabyggðar keppa í Útsvari við lið Árborgar. Í liði Fjallabyggðar þetta árið eru nýliðarnir María Leifsdóttir, Halldór Þormar Halldórsson og Ámundi Gunnarsson. Fjallabyggð sendir  þeim baráttukveðjur. Útsending byrjar kl. 20:10 og er um beina útsendingu að ræða eins og endranær.
Lesa meira

Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar (áhaldahús)

Nú hefur rekstur áhaldahúsanna á Siglufirði og Ólafsfirði verið sameinaður og til orðin Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar (áhaldahús).  Guðni M. Sölvason hefur verið ráðinn verkstjóri.
Lesa meira

Þakkir

Vil hér fyrir hönd undirbúningsnefndar og bæjarstjórnar, þakka öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í  undirbúningi og viðburðum helgarinnar. Bæjarfélagið stóð vaktina og gestir samfélagsins urðu ekki fyrir vonbrigðum. Veðrið var eins og best er á kosið,  yndislegt  á laugardeginum og ekki var það síðra á sunnudeginum. Upp úr stendur  viðmót bæjarbúa, gleði og ánægja  á merkum tímamótum. Óska bæjarbúum til hamingju með vígsluna og góða helgi. Kveðja Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
Lesa meira

Í tilefni af vígslu

Veglegt kaffiboð bæjarstjórnar Fjallabyggðar og Vegagerðarinnar í tilefni af vígslu Héðinsfjarðarganga hefst í Íþróttahöllinni í Ólafsfirði kl. 16:00 á morgun laugardaginn 2. október. Þar verða m.a. flutt tónlistaratriði og allnokkur ávörp gesta.  Búist er við fjölda fólks í kaffiboðið.  Ákveðið hefur verið að sýna barnaefni í Félagsheimilinu Tjarnarborg Ólafsfirði á sama tíma, þ.e. frá kl. 16:00 á morgun, á meðan borðhald stendur yfir í Íþróttahöllinni.  Barnafólk getur því valið um að vera við borðhaldið og hlýða á það sem þar fer fram, eða horfa á barnaefni í Tjarnarborg með léttar veitingar við hæfi barna. Skipulagsnefndin.
Lesa meira