Fréttir & tilkynningar

Leggja til stofnun samgöngufélags í Eyþingi

Nefnd sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði til að fjalla um almenningssamgöngur á Norðurlandi eystra hefur skilað tillögum sínum. Meðal annars er lagt til að stofnað verði samgöngufélag sem skipuleggi samhæft almenningssamgöngukerfi sem rekið verði sem þróunarlíkan.
Lesa meira

Spjallborð um viðburði í Fjallabyggð

Sett hefur verið upp spjallsvæði á vefnum fyrir umræður um hátíðir og viðburði í Fjallabyggð. Þeir sem skrá sig sem notendur geta tekið þátt í þeim umræðum sem búið er að stofna, eða hafið umræður um nýtt umræðuefni að vild, að því gefnu að það hafi skírskotun til meginefnis spjallborðsins.
Lesa meira

Hundahald í Fjallabyggð

Almennir fundir verða haldnir varðandi hundahald í Fjallabyggð.
Lesa meira

Fjallabyggð vátryggir hjá Sjóvá

Miðvikudaginn 14. október var undirritaður vátryggingasamningur milli Fjallabyggðar og Sjóvá. Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs á vátryggingum sveitarfélagsins.
Lesa meira

Stefnumótun ferðaþjónustu í Eyjafirði

Föstudaginn 6.nóvember verður haldinn vinnufundur til að ræða vöruþróun og framtíðarsýn ferðaþjónustu í Eyjafirði. Markmið fundarins er að kynna aðferðafræði vöruþróunar og stefnumótunar sem byggir á landfræðilegum upplýsingakerfum og taka fyrstu skrefin í þá átt með því að móta vinnuhópa. 
Lesa meira

Bólusetning vegna svínaflensu:

Tímapantanir frá og með deginum í dag. Heilsugæslustöðvar landsins taka frá og með deginum í dag, 22. október, við tímapöntunum frá sjúklingum með tilgreinda „undirliggjandi sjúkdóma“ og frá þunguðum konum vegna bólusetningar við inflúensunni A(H1N1).
Lesa meira

Opnunartími gámsvæðis á Siglufirði

Gámasvæðið er opið alla virka daga frá klukkan 13:00 -17:00 og laugardaga frá kl. 10:00 – 14:00 Lokað sunnudaga.
Lesa meira

Erindisbréf nefnda

Erindisbréf nefnda Fjallabyggðar eru komin á vefinn. Erindisbréfin eru umboð bæjarstjórnar til handa nefndunum og lýsingar á verksviðum þeirra og starfsháttum.
Lesa meira

Hausttónleikum Tónskóla Ólafsfjarðar frestað

Áður auglýstum tónleikum Tónskóla Ólafsfjarðar hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Lesa meira

Samgöngubætur og byggðaþróun 2009 - Könnun í Fjallabyggð

Rannsóknin Samgöngubætur og byggðaþróun: Félagsleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganga á mannlíf á norðanverðum Tröllaskaga er unnin af hópi kennara og nemenda við Háskólann á Akureyri með tilstyrk Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar.
Lesa meira