Fréttir & tilkynningar

Lífið eftir göng - Málþing 17. maí í Tjarnarborg

Hefjumst handa strax um framkvæmdir sem miða að því að efla atvinnulíf og mannlíf við utanverðan Eyjafjörð í kjölfar Héðinsfjarðarganga". Þannig byrjaði fundarboð sem Samtökin Landsbyggðin lifi sendi til 20 einstaklinga við utanverðan Eyjafjörð í síðustu viku. Boðað var til fundar á Siglufirði sl. fimmtudagskvöld - til að hefjast handa.
Lesa meira

Hvað er MFN?

Ferðaþjónustuaðilar í Fjallabyggð takið eftir! Opinn fundur Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi býður til hádegisverðafundar á Hótel KEA, miðvikudaginn 30. apríl á milli klukkan 12 og 13.
Lesa meira

Snjóbrettabrautir í Skarðinu

Von er á hópi snjóbrettafólks í Skarðið næstu helgi. Heimsókn þessi er samvinnuverkefni Snjóbrettafélags Íslands, Gistiheimilisins Hvanneyri og snjóbrettakappanna hjá Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborgar. Snjóbrettafélagið mun setja upp upp brautir, palla og rall. Fjórir félagar frá brettafélaginu munu koma á fimmtudag til að sjá um það.
Lesa meira

Ungir skíðamenn í Fjallabyggð gera það gott

Þrítugustu og þriðju Andrésar Andarleikarnir standa nú sem hæst í Hlíðarfjalli við Akureyri. 765 keppendur á aldrinum 6 - 14 ára eru skráðir til leiks. Nú þegar er nokkrum keppnum lokið og hafa skíðamenn í Fjallabyggð verið að standa sig vel.
Lesa meira

Impra auglýsir styrki fyrir einstaklinga og fyrirtæki á landsbyggðinni

Impra er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki.
Lesa meira

Framkvæmdir við hækkun lands undir Bakkabyggð í Ólafsfirði hafnar

Vinna er hafin við hækkun landsins sunnan við Mararbyggð í Ólafsfirði. Áætlað er að um 35.000 rúmmetra af efni úr Héðinsfjarðargöngum þurfi til að móta landið.
Lesa meira

Samningur undirritaður í 984 metra hæð

Sparisjóður Ólafsfjarðar og Creditinfo Ísland boðuðu til blaðamannafundar í 984 metra hæð uppá Múlakollu í Ólafsfirði í dag kl 14:00. Lagt var af stað frá gamla Múlaveginum ofan við Brimnes, á snjóstroðara og snjósleðum. Þegar upp var komið rituðu Jónas Björnsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Hákon Stefánsson starfandi stjórnarformaður Creditinfo Ísland undir samning um að Sparisjóði Ólafsfjarðar tæki að sér vinnslu verkefna fyrir Creditinfo Ísland. Áætlað að þessi verkefni skapi 2-4 ný störf í Sparisjóði Ólafsfjarðar, en reiknað er með að þeim geti fjölgað í framtíðinni og til greina kemur að sparisjóðurinn taki að sér vinnslu verkefna fyrir fyrirtæki Creditinfo Group erlendis.
Lesa meira

Menningarsjóður Sparisjóðsins

Í gærkveldi úthlutaði Menningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar styrkjum til fjölda verkefna og listamanna. Karlakór Siglufjarðar söng nokkur lög fyrir gesti. Dúi og Stúlli tóku einnig  lagið og Þórarinn Hannesson flutti ljóð. Veitingar voru í boði Sparisjóðsins.
Lesa meira

Glæsilegur árangur í Skólahreysti

Krakkarnir frá Grunnskóla Siglufjarðar stóðu sig frábærlega í gærkvöldi í úrslitakeppni Skólahreysti. Það var lið Hagaskóla sem sigraði eftir skemmtilega og spennandi úrslitakeppni, fékk 53 stig.
Lesa meira

Til Siglufjarðar á undir 20 mínútum

Frá því segir á www.sksiglo.is að þegar sé farið að nýta sér göngin til að ferðast á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Steingrímur segir frá því að á ferð sinni í göngunum í morgun hafi hann mætt manni frá Ólafsfirði á leið til starfa á Siglufirði. Maðurinn hafði komið á snjósleða yfir í Héðinsfjörð og þaðan fór hann í gegnum göngin á jeppanum sínum sem hann geymdi í Héðinsfirði.
Lesa meira