Fréttir & tilkynningar

Dagur leikskólans

Félag leikskólakennara, menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli, standa fyrir „degi leikskólans“ þann 6. febrúar, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Lesa meira

Lækkun á álagningu vegna fasteignaskatts í Fjallabyggð

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 24. janúar sl var tekin ákvörðun um að lækka álögur á bæjarbúa Fjallabyggðar vegna fasteignaskatts um tæplega 6 milljónir króna. Ákveðið var að lækka álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði úr 0,475% í 0,400%. Auk þess var ákveðið hækka afslátt fyrir aldraða og öryrkja um 5% og hækka tekjuviðmiðun um 3,3%.
Lesa meira

Efnilegt frjálsíþróttafólk

Umf. Glói sendi 11 keppendur á Stórmót ÍR sem fór fram í hinni glæsilegu frjálsíþróttahöll í Laugardalnum í Reykjavík dagana 19. og 20. janúar sl. Fjöldi keppenda frá Siglufirði vakti mikla athygli og ekki síður hinn góði árangur sem okkar fólk náði.
Lesa meira

Laus atvinna á Siglufirði

Laust er til umsóknar 60% starf við heimilishjálp í Skálarhlíð Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hermannsdóttir í síma 467-1147. Umsóknarfrestur er til 1 feb.
Lesa meira

Búseturéttaríbúðir í Fjallabyggð.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur undanfarið átt í viðræðum við fulltrúa Búseta á Norðurlandi um byggingu búseturéttaríbúða í Fjallabyggð. Um er að ræða fullbúnar íbúðir, í minni fjölbýlishúsum, með bílageymslu eða bílskýli. Íbúðirnar yrðu byggðar miðsvæðis í byggðakjörnum sveitarfélagsins, með góðu aðgengi, þar sem stutt er í verslun og þjónustu. Fyrst verður hafist handa við að byggja á Siglufirði, síðan á Ólafsfirði
Lesa meira

Fyrsti sólardagur í Siglufirði

Samkvæmt almanakinu er fyrsti sólardagur á Siglufirði á þessu ári í dag. Sólin hélt sig reyndar á bak við skýin og lét ekki sjá sig, en í fyrirtækjum í Siglufirði var engu að síður haldið upp á daginn með pönnukökum í kaffitímanum. Sjá nánar á http://sksiglo.is
Lesa meira

Síðustu forvöð að skrá sig

Sóknarbraut á Siglufirði - Við minnum á námskeiðið á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um stofnun og rekstur fyrirtækja verður haldið á Siglufirði á vorönn 2008. Megin tilgangur námskeiðsins er að brúa bilið milli hugmyndar að fyrirtæki og markvissrar framkvæmdar.
Lesa meira

Framhaldsskóli í Ólafsfirði

Fimm umsóknir bárust um starf verkefnisstjóra vegna nýs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Umsækjendur eru: Atli Gunnarsson, framhaldsskólakennari, Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, Jón Eggert Bragason, framhaldsskólakennari, Ragnar Bjarnason, framhaldsskólakennari og Skarphéðinn Guðmundsson, grunn- og framhaldsskólakennari á Siglufirði. Ráðið verður í stöðuna á næstu dögum.
Lesa meira

Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Auglýst eftir verkefnum

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 100 milljónum króna árið 2008 til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar þorskaflaheimilda.  Styrkhæf svæði eru sveitarfélög og eyjar þar sem hlutfall starfa í veiðum og vinnslu er 10% eða hærra.  Áformað er að í fjárlögum ársins 2009 verði 100 milljónir sem verður ráðstafað á sama hátt. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni á viðkomandi svæðum. 
Lesa meira

Skólahreysti Grunnskóla Ólafsfjarðar

Keppt var í skólahreysti Grunnskóla Ólafsfjarðar þriðjudaginn 22. janúar. Þessi keppni var að hluta til forkeppni fyrir þátttöku Grunnskóla Ólafsfjarðar í Skólahreysti á Skjá einum. Fjórum nemendum af hverju kyni í 6.-10. bekk var boðið að taka þátt eftir smá forkeppni í sem haldin var í íþróttatímum. Keppnin var skemmtileg og spennandi og töluverður fjöldi áhorfenda var mættur til að hvetja krakkana. Fyrir sjálfa keppnina á Skjá einum verða valdir 4 nemendur úr 9.-10. bekk en með þessari undankeppni er aðeins búið að velja tvo.
Lesa meira