Fréttir & tilkynningar

Viðurkenningar fyrir fagurt umhverfi

Í síðustu viku veitti skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar viðurkenningar fyrir fagurt umhverfi í Fjallabyggð.
Lesa meira

Afsláttur af lóðargjöldum í Fjallabyggð

Ákveðið hefur verið að veita 500 þ.kr. afslátt af lóðargjöldum frá 1. ágúst 2007 til 31. desember 2009, til að hvetja til nýbygginga í Fjallabyggð.
Lesa meira

Tankarnir við Ólafsfjarðarhöfn rifnir

Í síðustu viku var hafist handa við niðurrif olíutanka Skeljungs við höfnina í Ólafsfirði. Nú er röðin svo komin að lýsistönkum fiskimjölsverksmiðjunnar sem starfsrækt var fyrr á árum, sem eru í eigu Vélsmiðju Ólafsfjarðar.
Lesa meira

Félagsmiðstöðin Tunglið með nýja heimasíðu

Nú hefur félagsmiðstöðin Tungið á Ólafsfirði opnað nýja heimasíðu, er þetta svokölluð „undirsíða“ á Fjallabyggd.is og má vænta þess að fleiri stofnanir sveitarfélagsins geri slíkt hið sama á næstunni. Slóðin er tunglid.fjallabyggd.is
Lesa meira

Sigurbjörn Þorgeirsson meistari meistaranna

Meistarmót Meistaranna í golfi var haldið í Grafarholtinu í gær og var þetta lokamót Kaupþingsmótaraðarinnar á þessu ári. Keppt var í öllum flokkum Kaupþingsmótaraðarinnar og voru efstu kylfingunum í hverjum flokki boðið til leiks. Var það kylfingur G.Ó Sigurbjörn Þorgeirsson sem hafði sigur úr bítum.
Lesa meira

Um 350 íbúar hafa tekið þátt í frjórri umræðu

Sá síðari af íbúafundum í Fjallbyggð var haldinn Tjarnarborg í Ólafsfirði í fyrrakvöld. Þar mættu um 110 manns og hafa þar með um 350 manns tekið virkan þátt í samræðu um framtíð Fjallabyggðar, undir yfirskriftinni Fjallabyggð er frumkvöðull.
Lesa meira

Mikill fjöldi á íbúafundi

Mæting á íbúafund á Siglufirði í gær fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. Á þriðja hundrað manna og kvenna mættu á fundinn til að ræða hvaða áskorunum byggðarlagið stendur frammi fyrir og hvernig þeim verður best mætt.
Lesa meira

Minnum á íbúafundina

Í kvöld er áður auglýstur íbúafundur á Siglufirði og á morgun, þriðjudag í Ólafsfirði. Fundirnir byrja kl. 20:00  Nánar um íbúafundina hér
Lesa meira

KS/Leiftur í 1. deild

KS/Leiftur náði með sigri um helgina að tryggja sér sæti í 1. deild á næsta ári. Bæjarstjórn Fjallabyggðar sendir KS/Leiftri hamingjuóskir með frábæran árangur.
Lesa meira

Atvinna - Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar

Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar óskar eftir starfsmanni í 70% starf. Um er að ræða fasta vinnu við sundlaugavörslu, baðvörslu, hreingerningar og fleira. Unnið er á dag- kvöld- og helgarvöktum. Athugið að þetta er annað starf en auglýst var fyrr í mánuðinum
Lesa meira