Fréttir & tilkynningar

Ferðamálaklasi vaxtarsamnings Eyjafjarðar

Næstkomandi föstudag, 4. maí, verður hádegisverðafundur í boði Ferðamálaklasa vaxtarsamnings Eyjafjarðar á Hótel KEA milli kl. 12:00 og 13:00. Allir ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru boðnir velkomnir, en léttur hádegisverður verður í boði klasans. Nánari auglýsing um dagskrá síðar. Fyrir hönd forystuhópsMargrét VíkingsdóttirVerkefnisstjóriFerðamálasetur ÍslandsBorgir v/Norðurslóð600 AkureyriS:460-8931Netfang:mv@unak.isVefsíða:www.fmsi.is
Lesa meira

Kjörskrá vegna alþingiskosninga

Kjörskrá vegna alþingiskosninga, sem fram fara laugardaginn 12. maí nk., liggur frammi á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar.
Lesa meira

Ferðamál til framtíðar

Ferðamál til framtíðar - málþing um ferðamál í DalvíkurbyggðLaugardaginn 21. apríl 2007Dalvíkurskóla Kl. 10.45 Húsið opnað, kaffi á könnunni Kl. 11.00 Kolbrún Reynisdóttir opnar þingið. Ávarp bæjarstjóra, Svanfríðar I. JónasdótturKl. 11.05 Ferðaþjónusta í dreifbýli - Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar Hólaskóla. Kl. 11.30 Kynning frá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi.Kl. 11.45 Náttúrufar og saga svæðisins – Kristján Eldjárn HjartarsonKl. 12.00 Hádegishlé – kynning á matvælum úr héraði Kl. 12.45 Hagræn áhrif ferðaþjónustu, samlegðaráhrif og tenging við atvinnulíf – Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands.Kl. 13.15 Stuttmynd um fjallaskíðamennsku á Tröllaskaga – frá Jökli BergmannKl. 13.30 Heilsutengd ferðaþjónusta - Anna Dóra Hermannsdóttir Kl. 13.45 Unnið í sex umræðuhópum:• Hvaða ímynd viljum við hafa? Hvaða ferðamenn viljum við fá? Samvinna atvinnugreina við markaðssetningu og uppbyggingu ímyndar.• Hvernig nýtum við betur tækifæri sem búið er að benda á? (Fuglalíf, sögu- og menningartengd ferðaþjónusta, skemmtiferðaskip, gönguferðir og fjallamennska og íþróttamót ofl.)• Sjóferðir og hvalaskoðun. Hvað getum við lært af uppbyggingu hvalaskoðunar og sjóferðum frá Húsavík? - Fundur með Edward H. Huijbens.• Hvernig nýtum við okkur tækifæri sem felast í aukinni umferð í gegnum Dalvík þegar Héðinsfjarðargöng opna? • Handverk og ferðaþjónustaKl. 15.00 Kynning á niðurstöðum hópaKl. 16.00 Þingi slitiðMálþingið er öllum opið og eru þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu á svæðinu hvattir til að mæta og taka þáttNánari upplýsingar má finna á www.dalvik.is og hjá upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar í síma 460-4908 eða á netfanginu selma@dalvik.is
Lesa meira

Fundi um Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði frestað

Áður auglýstum fundi um Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði, sem vera átti á morgun, miðvikudag, í Tjarnarborg, er frestað um óákveðinn tíma fund í Tjarnarborg sem vera átti á morgun, um Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði.
Lesa meira

Frestun bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundi hefur verið frestað um viku til 24. apríl 2007
Lesa meira

Íþróttamaður Ólafsfjarðar

Þann 26. mars sl. valdi U.Í.Ó íþróttamann Ólafsfjarðar fyrir árið 2006, eða íþróttamenn ársins. Upp kom sú staða að tveir einstaklingar voru alveg jafnir að stigum og engar reglur til um það hvað gera skyldi við þessar aðstæður. Það fór því svo að íþróttamenn Ólafsfjarðar 2006 urðu tveir, en það voru skíðagarparnir Elsa Guðrún Jónsdóttir og Kristján Uni Óskarsson. Óskum við þeim innilega til hamingju
Lesa meira

Vinnuskólinn í Fjallabyggð

Starf flokksstjóraFjallabyggð auglýsir laus til umsóknar störf flokksstjóra í vinnuskóla Fjallabyggðar (Siglufirði og Ólafsfirði) sumarið 2007.Flokksstjórar hefja störf í byrjun júní og vinna til 17. ágúst. Starf flokksstjóra er gefandi starf með unglingum þar sem verkefni snúast að mestu um fegrun, umhirðu og slátt.Við leitum að hressum, duglegum og samviskusömum einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa með unglingum í skemmtilegri útivinnu.Umsóknum vegnar flokksstjóra á Siglufirði skal skilað í Ráðhúsið eigi síðar en 2. maí næstkomandi.Umsóknareyðublöð fást í Ráðhúsinu.Einnig er hægt að prenta þau út frá þessarri slóð:http://www.olafsfjordur.is/olafsfjordur/Umsóknareyðublöð/atninnuumsokn_fjallab.DOCUmsóknum vegna flokksstjóra á Ólafsfirði skal skilað á bæjarskrifstofu eigi síðar en 2. maí næstkomandi.Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni.Einnig er hægt að prenta þau út frá þessarri slóð:http://www.olafsfjordur.is/olafsfjordur/Umsóknareyðublöð/atninnuumsokn_fjallab.DOCLaunakjör eru skv. Kjarasamningi Fjallabyggðar við Starfsmannafélags Ólafsfjarðar og Verkalýðsfélagið Vöku.Nánari upplýsingar veitir undirritaður á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar (Ólafsfirði) virka daga eða í síma 464-9200 (gsm: 863-4369) Gísli Rúnar GylfasonÍþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Lesa meira