Fréttir & tilkynningar

Jólatrésathöfn frestað á Siglufirði

Vegna slæmrar veðurspár verður ekki kveikt á jólatrénu á Siglufirði sunnudaginn 2. desember, eins og fyrirhugað var. Þess í stað verður kveikt á jólatrénu laugardaginn 8. desember kl. 17.00.
Lesa meira

Nýtt fyrirtæki í Fjallabyggð

Fyrirtækið West Capital hefur nú opnað Sólbaðstofuna Norðurljós. Sólbaðstofan er til húsa að Norðurgötu 4b á Siglufirði. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna undir Atvinnulíf hér til vinstri
Lesa meira

Bilun í götulýsingu á flæðunum í Ólafsfirði

Vegna bilunar í götulýsingu er mjög dimmt við Aðalgötu og Hrannarbyggð á flæðunum í Ólafsfirði. Verið er að leita að biluninni og er vonast til að hægt verði að koma ljósi á fyrir helgi í áföngum. Vegfarendur eru hvattir til að fara með gát á þessu svæði og gangandi vegfarendur eru hvattir til að nota endurskinsmerki til að auka öryggi sitt.
Lesa meira

Aukaúthlutun á styrkjum til atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun vekur athygli á að félagsmálaráðherra hefur auglýst aukaúthlutun á Styrkjum til atvinnumála kvenna árið 2007. Styrkirnir eru ætlaðir konum sem eru með góða viðskiptahugmynd og stefna á að koma á fót sjálfstæðum atvinnurekstri. Góðar viðskiptahugmyndir af landsbyggðinni hafa forgang við úthlutun. Umsóknarfrestur er til 10. des. 
Lesa meira

Forvarnardagurinn 2007

Í dag, miðvikudaginn 21. nóvember er forvarnardagur í flestum grunnskólum landsins. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis.
Lesa meira

Aðventuhátíð í Fjallabyggð

Þá er komið að árlegri Aðventuhátíð í Fjallabyggð. Fjölmargir einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki hafa gert dagskrána undanfarin ár sem fjölbreyttasta og glæsilegasta.
Lesa meira

Morgunvakt Rásar 1 send út frá Ólafsfirði

Morgunvakt Rásar 1 verður send út frá skrifstofum Fjallabyggðar í Ólafsfirði á morgun, þriðjudaginn 20. nóvember.
Lesa meira

Könnun vegna framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð

Stýrihópur sem menntamálaráðherra skipaði á þessu ári til undirbúnings stofnunar framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð stendur nú fyrir könnun meðal almennings, fyrirtækja og grunnskólanemenda í 9. og 10. bekk í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Í könnuninni verður leitast við að fá fram upplýsingar um viðhorf, áhuga og þarfir íbúa og fyrirtækja á svæðinu fyrir framhaldsskólamenntun.
Lesa meira

Atvinna - Umsjónarmaður Skíðasvæðis

Fjallabyggð auglýsir laust starf til umsóknar: Umsjónarmaður skíðasvæðis á Siglufirði. Um er að ræða framtíðarstarf.
Lesa meira

Strákagöng 40 ára

Þann 10. nóvember sl. voru liðin 40 ár frá því að strákagöng voru formlega opnuð fyrir umferð. Göngin þóttu stórkostleg samgöngubót á sínum tíma, eins og sést á fyrirsögn fréttar í Morgunblaðinu daginn eftir: „Einangrunin rofin“.
Lesa meira