Fréttir & tilkynningar

Ályktun vegna sumarveiða á loðnu.

Á fundi bæjarráðs Siglufjarðar þann 30. júní var eftirfarandi ályktun samþykkt og send fjölmiðlum og sjávarútvegsráðuneyti."Bæjarráð Siglufjarðar lýsir yfir miklum vonbrigðum og áhyggjum af stöðu mála varðandi loðnuveiði í sumar og leggur áherslu á að rannsóknir og veiðar verði ekki slegnar af strax heldur verði leitað allra leiða til þess að af loðnuveiði geti orðið á þessu sumri þar sem um gríðarlega mikla hagsmuni er að ræða fyrir þau sveitarfélög sem hlut eiga að máli og þar með landið allt. Leggur bæjarráð til að kannaðir verði möguleikar á að gefa út bráðabirgðakvóta á loðnu sem byggir á þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir.”
Lesa meira

Sameiningarmál - heimasíða.

Opnuð hefur heimasíða vegna sameiningarmála í Eyjafirði á slóðinni http://www.eyfirdingar.is/
Lesa meira