Fréttir & tilkynningar

Reglur um tekjumörk elli – og örorkulífeyrisþega v lækkana fasteignagjalda árið

Reglur um tekjumörk elli – og örorkulífeyrisþega v lækkana fasteignagjalda árið 2005 eru eftirfarandi:A) Einstaklingar. Lækkun/niðurfelling. 1. Tekjur 2004 lægri en kr. 1.100.000,- 100% 2. Tekjur 2004 kr. 1.100.000,- til kr. 1.500.000,-. 40% 3. Tekjur 2004 hærri en kr. 1.500.000,- enginB) Sambýlisfólk. 1. Tekjur 2004 lægri en kr. 1.730.000,- 100% 2. Tekjur 2004 kr. 1.730.000,- til kr. 2.600.000,- 40% 3. Tekjur 2004 hærri en kr. 2.600.000,- enginAuk ofangreindrar lækkunar á fasteignaskatti verðu sömu aðilum veittur afsláttur af holræsagjaldi og vatnsskatti álögðum 2005 á sama hátt og gert var 2004 eða sem hér segir: Þeir sem falla undir A-1 og B-1 hér að ofan fái 70% afslátt. Þeir sem falla undir A-2 og B-2 hér að ofan fái 50% afslátt. Þeir sem falla undir A-3 og B-3 hér að ofan fái engan afslátt. Sé viðkomandi húsnæði notað til tekjuöflunar (t.d. leigt út) eða til annarra nota en til íbúðar fyrir hluteigandi elli – og örorkuþega verður ekki um lækkun eða niðurfellingu að ræða. Tekjuupplýsingar verða að liggja fyrir í síðasta lagi 1. ágúst 2005. Að öðrum kosti verður ekki um niðurfellingu eða lækkun á fasteignagjöldum að ræða.
Lesa meira

Páskadagskrá á Siglufirði.

Páskadagskráin á Siglufirði er fjölbreytt að vanda og skíðasvæðið verður að sjálfsögðu opið. Dagskráin er sem hér segir, nánar á tenglinum hér við hliðina, Skarðsdalur:Miðvikudagur 23. marsSkíðasvæðið opið frá kl. 13-17Sundhöll, opin frá 07-21Allinn Sportbar, diskóKaffi Torg, FílapenslarnirSkírdagur, 24. marsSkíðasvæðið opið frá kl. 13-17Sundhöll, opin frá 10-19Allinn Sportbar, opið til kl. 24.00Kaffi Torg, FílapenslarnirFöstudagurinn langi, 25. marsSkíðavæðið opið frá kl. 10-17Sundhöll, opin frá 10-19Allinn Sportbar, Víðir og Gotti skemmtaKaffi Torg, dansleikur með hljómsveitinni VonLaugardagur 26. marsSkíðasvæðið opið frá kl. 10-17Sundhöll, opin frá 10-19Týrólakvöld í Skarðinu k. 20.00Bátahúsið kl. 20.30 Stórtónleikar Karlakórs SiglufjarðarAllinn Sportbar, Frá óperu til Idol, dansleikur á eftir skemmtunPáskadagur, 27. marsSkíðasvæðið opið frá kl. 10-17Sundhöll, opin frá 10-19Páskaeggjamót Allinn Sportbar, dansleikurAnnar í páskum, 28. aprílSkíðasvæðið opið frá kl. 10-17Sundhöll, opin frá 10-14
Lesa meira

Stefna beri að framhaldsskóla á Siglufirði

Mögulegt er að framhaldsskóli taki til starfa á Siglufirði með tilkomu jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en þingmenn lýstu þeirri hugmynd sinni á fundi þar þegar Sturla Böðvarsson kynnti nýja framkvæmdaáætlun vegna ganganna. Fyrsti bekkur gæti tekið til starfa haustið 2006 og þegar göngunum verður lokið, í árslok 2009, yrði kominn þar framhaldsskóli sem næði til allra bekkjardeilda.Þingmennirnir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Birkir Jónsson, Siglfirðingur og þingmaður Framsóknarflokksins, lýstu þessum möguleika og sagði Halldór Blöndal að framhaldsskóli út með Eyjafirði væri gamalt baráttumál og hefði alltaf tengst þessari framkvæmd. Kvaðst hann hafa lýst því yfir á Alþingi að fyrsti bekkur framhaldsskóla tæki til starfa á Siglufirði haustið 2006 og stefna ætti að því að þegar göngin væru komin í gagnið yrði kominn þar framhaldsskóli sem tæki til allra bekkjardeilda.Birkir Jónsson sagði að hvergi annars staðar hér á landi væri yfir fjögur þúsund manna byggðarlag þar sem ekki væri hægt að stunda framhaldsmenntun. Sagði hann að stefna ætti óhikað að þessu marki um leið og göngin væru gerð, þetta myndi gjörbreyta ásýnd sveitarfélaganna við utanverðan EyjafjörðFrétt á mbl.is
Lesa meira

Framkvæmdir við göngin hefjast í júlí 2006.

Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast í júlímánuði árið 2006 og verða göngin tilbúin fyrir árslok 2009. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar, Samgönguráðherra á fundi í Bátahúsinu í dag. Áður var áætlað að framkvæmdir hæfust árið 2004 en eins og menn muna var þeim áætlunum slegið á frest. Nú liggur fyrir að framkvæmdir hefjast um mitt næsta ár.
Lesa meira

Tillaga bæjarstjórnar um úthlutun byggðakvóta staðfest.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðfest tillögu bæjarstjórnar Siglufjarðar um úthlutun á byggðakvóta fyrir árið 2005. Tillögu um úthlutun má sjá hér í eldri frétt.Bæjarstjórn á nú eftir að úthluta 10% byggðakvótans og verður það gert nú í marsmánuði eins og reglur um úthlutun segja til um.
Lesa meira

Fundur með Samgönguráðherra nk. laugardag

Samgönguráðherra boðar til opins fundar um samgöngumál laugardaginn 19. mars í Bátahúsinu klukkan 14:00. Með honum kemur Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Hreinn Haraldsson framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar. Umræðuefni fundarins er fyrst og fremst jarðgangnamál og eru Siglfirðingar hvattir til þess að fjölmenna á fundinn.
Lesa meira

Kosningum um sameiningu sveitarfélaga frestað!

Félagsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, með síðari breytingum, sem felur í sér að atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga fari fram laugardaginn 8. október 2005.Samkvæmt tillögu sameiningarnefndar, sem félagsmálaráðherra skipaði haustið 2003 til að gera tillögur um sameiningu sveitarfélaga, og að höfðu samráði við sveitarstjórnarmenn víða um land er í frumvarpinu lagt til að atkvæðagreiðsla um sameiningartillögur fari fram laugardaginn 8. október 2005 í stað 23. apríl n.k. Ástæðan fyrir því að færa þarf kjördag fram til haustsins er tvíþætt. Annars vegar tók lengri tíma en gert var ráð fyrir að ná samkomulagi í tekjustofnanefnd um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga og því hefur dregist að sameiningarnefnd kynni endanlegar tillögur sínar. Er nú ljóst að ekki er nægur tími til stefnu til að tillögurnar geti hlotið nægilega kynningu og umfjöllun í viðkomandi sveitarfélögum fyrir kjördag. Hins vegar er ástæðan sú að undirbúningur atkvæðagreiðslu um tillögur sameiningarnefndar er kominn misjafnlega vel á veg á einstökum svæðum.Af fréttavef Félagsmálaráðuneytis.
Lesa meira