Fréttir & tilkynningar

Búið að landa um 12 þúsund tonnum af loðnu.

Búið er að landa um 12 þúsund tonnum af loðnu á Siglufirði það sem af er árinu og er það mun meiri afli en landað hefur verið hér á undanförnum árum í janúarmánuði.Upplýsingar fengnar af "Lífið á Sigló".
Lesa meira

Siglufjörður í samstarfi um gerð gönguleiðakorta/útivistarkorta

Ferðamálaráð Íslands úthlutaði á dögunum styrkjum til ýmissa málaefna á sviði umhverfismála. Siglufjörður, Ólafsfjörður og Háskólinn á Hólum fengu samtals úthlutað einni og hálfri milljón til gerðar gönguleiðarkorta/útivistarkorta.Þessir aðilar munum vinna sameiginlega að gerð eins korts fyrir svæðið á Tröllaskaga. Markmiðið með þessari vinnu er að auka möguleika ferða- og útivistarfólks á að nýta sér Tröllaskagann sem ákjósanlegan stað til útivistar.
Lesa meira

Þjóðlagahátíð á Siglufirði verðlaunuð.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut fyrstu Eyrarrósina, sem veitt var við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrir stundu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verðlaunin eru ein og hálf miljón króna og verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur.Frétt af textavarpi RÚV.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun afgreidd í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Siglufjarðar afgreiddi fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 og þriggja ára áætlun 2006-2008 í síðari umræðu á fundi sínum þann 29. desember.Fjárhagsáætlun 2005 er unnin sameiginlega af meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar og er lögð fram sameiginlega.Áætlunin gerir ráð fyrir að niðurstaða A og B hluta sé neikvæð um ríflega 16,5 milljónir króna. Skatttekjur eru áætlaðar 471 milljón.Framkvæmt verður fyrir rúmlega 43 milljónir króna á árinu, þ.á.m. er um 17.5 milljónir áætlaðar til framkvæmda við íþróttahús, 16 milljónir til gatnagerðar, rúmar 4 milljónir til framkvæmda við Vatnsveitu og 5 milljónir til framkvæmda við sparkvöll á skólalóð við neðra hús Grunnskólans en það verkefni er í samráði við KSÍ.Ítarlegri upplýsingar um fjárhagsáætlun birtast á síðunni innan skamms.
Lesa meira

Sameiningarmál - bókun bæjarstjórnar.

Á fundi bæjarstjórnar þann 29. desember var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:“Bæjarstjórn Siglufjarðar leggur til við nefnd félagsmálaráðuneytis um sameiningu sveitarfélaga að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga í og við Eyjafjörð, þ.e. að eftirfarandi sveitarfélög verði sameinuð í eitt; Siglufjarðarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Grímsey, Arnarneshreppur, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur. Þátttaka Siglufjarðarkaupstaðar í slíkri sameiningu er algerlega háð því að tryggð verði betri vegtenging staðarins við Eyjafjörð með Héðinsfjarðargöngum.”
Lesa meira