Fréttir & tilkynningar

Síldarminjasafnið vinnur til verðlauna.

Síldarminjasafnið vann til verðlauna í safnakeppni Safnaráðs Evrópu í Aþenu um síðustu helgi. Bæjarstjórn Siglufjarðar bókaði eftirfarandi á fundi sínum í gær af þessu tilefni:“Í tilefni frábærs árangurs Síldarminjasafnsins í safnakeppni Safnaráðs Evrópu óskar bæjarstjórn safnverði og forsvarsmönnum FÁUM innilega til hamingju. Árangurinn er sannarlega glæsilegur og ber vott um þann metnað og stórhug sem ríkir innan félagsins. Safnið hefur borið hróður Siglufjarðar víða og mun eflaust halda því áfram um ókomin ár. Hér er um ómetanlega perlu að ræða fyrir okkur Siglfirðinga því safnið segir ekki einvörðungu sögu síldveiða við Ísland. Á safninu er sögu okkar Siglfirðinga einnig gerð góð skil og sýnt fram á hve mikilvægu hlutverki bærinn og síldariðnaðurinn gegndu í eina tíð fyrir þjóðarbúskapinn allan. Verðlaun á borð við Micheletti- verðlaunin eru ekki bara viðurkenning heldur er einnig um að ræða kynningu á bæði Siglufirði og Síldarminjasafninu, kynningu sem seint verður metin að fullu til fjár. Um 40 þúsund eru í Evrópu og voru 40 söfn tilnefnd til verðlaunanna og er sum hver þeirra meðal þekktustu safna Evrópu. Sé litið á árangurinn í þessu samhengi verður hann ennþá glæsilegri. Bæjaryfirvöld munu eftir því sem efni leyfa reyna að koma til móts við þarfir félagsins við frekari uppbyggingu safnsins í framtíðinni. Bæjarráð ítrekar hamingjuóskir sínar og hvetja FÁUM til dáða og að haldið verið áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið til þessa.
Lesa meira

Gatnaframkvæmdir sumarsins.

Bæjarráð Siglufjarðar og bæjarstjórn hafa samþykkt að bóða út gatnaframkvæmdir við Háveg nyrst og Hvanneyrarbraut frá sjúkrahúsi. Samþykkt þessa efnis var gerð á fundi bæjarráðs í gær.
Lesa meira

Framkvæmdir að hefjast í miðbænum.

Framkvæmdir eru nú að hefjast í miðbænum, á torgi og á svæðinu neðan kirkju. Páll Samúelsson, sem er Siglfirðingum að góðu kunnur, hefur fengið framkvæmdaleyfi til þess að byggja tröppur og hanna svæðið neðan kirkju og hefur hann fengið BÁS ehf. til þess að framkvæma verkið fyrir sig. Páll ákvað að ráðast í framkvæmdina til minningar um foreldra sína er bjuggu hér á Siglufirði. Framkvæmdin er því samvinnuverkefni bæjarins og Páls en hann mun bera kostnað af þessu verki. Leyfi til framkvæmda var gefið af tækni – og umhverfisnefnd. Teikningar af hönnuninni má sjá á bæjarskrifstofu en um mjög athyglisvert verkefni er að ræða. Á myndinni hér til hliðar má sjá hvernig hugmyndin er í grófum dráttum.Jafnframt eru að hefjast framkvæmdir við torgið en ákveðið hefur verið að taka upp þær hellur sem fyrir eru og breyta hönnun lítillega þannig að lagðar verða hellur í kross yfir torgið ásamt því að umhverfið verður snyrt til. Arnar H. Jónsson mun stýra þessu verkefni en áætlað er að því ljúki í júní.
Lesa meira

Þjóðlagahátíð - Dagskrá.

Dagskrá Þjóðlagahátíðar liggur nú fyrir og hefur verið sett inná tengilinn "Sumarið 2004". Dagskráin er eftirfarandi:Miðvikudagur 7. júlí 2004 Siglufjarðarkirkja kl. 20.00SetningartónleikarTónlist við EddukvæðiMiðaldaflokkurinn Sequentia Benjamin Bagby, FrakklandElizabeth Gaver, NoregiAgnethe Christensen, SvíþjóðNorbert Rodenkirchen, ÞýskalandLena Susanne Norin, SvíþjóðMiðvikudagur 7. júlí 2004Bátahúsið 21.30 2004Skosk þjóðlögRobyn Kirk sópran, SkotlandNicky Spence tenór, SkotlandFimmtudag 8. júlí 2004Siglufjarðarkirkja kl. 20.00Þjóðlagaútsetningar eftir Gunnar Reyni Sveinsson og lagaflokkur frumfluttur eftir Gunnstein Ólafsson.Marta G. Halldórsdóttir, sópranÖrn Magnússon, píanóFimmtudagur 8. júlí 2004Grána kl. 21.30Fornir söngvar frá Orkneyjum.Agnethe Christensen, SvíþjóðFöstudagur 9. júlí 2004Siglufjarðarkirkja kl. 20.00 Síldin syngur - Tónlist frá síldarárunumFlís-tríóið ásamt félögumFöstudagur 9. júlí 2004Grána kl. 21.30Tónlist frá tímum EddukvæðaMiðaldadúóið EskMiriam Andersén, SvíþjóðPoul Høxbro, DanmörkuLaugardagur 10. júlí 2004Grána kl. 14.00Nýtt verk eftir Daníel Bjarnason fyrir hljómsveit og bræðsluverksmiðju.Kammersveitin ÍsafoldStjórnandi: Daníel BjarnasonRoaldsbrakki kl. 15.00Síldarsöltun Kaffi Torg kl. 17.00Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn Pétur Eggerz leikari Stefán Örn Arnarson sellóKaffi Torg kl. 20.30Uppskeruhátíð ÞjóðlaghátíðarSkemmtidagskrá og dansleikur með þjóðlagatríóinu Zar frá Danmörku.Sunnudagur 11. júlí 2004Siglufjarðarkirkja kl. 14.00HátíðartónleikarHátíðarhljómsveit Þjóðlagahátíðar skipuð ungum hljóðfæraleikurum.Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson, baritónStjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson Námskeið 8. - 9. júlí 20049.00-12.00 og 14.00-17.00Grísk tónlist af þjóðlegum toga. 8. - 9. júlí, 9.00-12.00 og 14.00-17.00. Nemendur koma með eigið hljóðfæri og leika gamla og nýja gríska tónlist.Námskeiðið er einkum ætlað lengra komnum tónlistarnemumKennari: Georgios Sfiridis, GrikklandRímnakveðskapur. 8. - 9. júlí, 14.00-17.00.Kennd verða rímnalög úr sjóði Kvæðamannafélagsins Iðunnar.Kennari: Steindór Andersen, kvæðamaðurSöngnámskeið. 8. - 9. júlí, 10.00-12.00.Kennd verður túlkun á tónlist frá miðöldum. Farið verður í hinn forna messusöng Þorlákstíðir og sænskar ballöður. Námskeiðið er öllum opið en söngnemar eru einkum hvattir til að taka þátt.Kennari: Miriam Andersén, söngkonaSkoskir þjóðdansar 8. - 9. júlí, 14.00-17.00.Kennarar: Robyn Kirk og Nicky Spence, SkotlandNýjungar í tónmenntakennslu 8. - 9. júlí, 9.00-12.00.Kennari: Kristín Valsdóttir tónmenntakennariBarnagælur og þulur 8. - 9. júlí, 14.00-17.00.Kenndar verða barnagælur úr sjóði Ásu Ketilsdóttur.Kennarar: Sigríður Pálmadóttir KHÍ og Ása Ketilsdóttir kvæðakonaÞæfing 8. - 9. júlí, 9.00-12.00Kennari: Stefanía Stefánsdóttir, textílkennariTextíll og roð. 8. - 9. júlí, 14.00-17.00.Stutt námskeið þar sem kynnt verður hvernig hægt er að vinna með mismunandi litað roð og mismunandi tegundir roða. Unninn verður einn lítill gripur þar sem nemendur fá þjálfun í að skera út munstur í roð sem lagt er yfir annað roð. Efra roðið er límt niður á það neðra. Á þennan hátt er hægt að byggja upp sérkennileg litamunstur og búa til litríka og fallega hluti. Ekki þarf að hafa með sér nein áhöld.Efnisgjald er 900kr.Silfursmíði 8. - 9. júlí, 9.00-12.00 og 14.00-17.00.Kennari: Dóra G. Jónsdóttir, gullsmiðurÚtivistarnámskeið 8. - 9. júlí, 9.00-12.00 og 14.00-17.00.Barna- og unglinganámskeiðLeiklistarnámskeið fyrir 9-16 ára, 8. - 10. júlí, 9.00-12.00 og 14.00-17.00.Stomp-námskeið fyrir unglinga, 8. - 9. júlí, 9.00-12.00 og 14.00-17.00.FyrirlestrarFimmtudagur kl. 13.-13.45Safnaðarheimili SiglufjarðarkirkjuHeimir Pálsson: Um flutning Sequentia Á Eddukvæðum.Föstudagur kl. 13.-13.45Safnaðarheimili SiglufjarðarkirkjuPoul Høxbro og Miriam Andersén: Hljóðfæratónlist frá miðöldum.Laugardagur kl. 10.00-12.30Safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju10.00 Georgios Sfiridis: Ný verk byggð á gömlum grískum grunni10.45 Sigríður Pálmadóttir: Barnagælur Ásu Ketilsdóttur11.30 Robyn Kirk og Nicky Spence: Skoskir dansar
Lesa meira

Sumarið á Sigló - 2004

Hér til hliðar má nú sjá dagskrá sumarsins á Siglufirði, m.a. dagskrá vegna 100 ára afmælis síldarævintýris Íslendinga.
Lesa meira