Fréttir & tilkynningar

Hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra ákvað á fundi sínum 23. janúar 2004 að veita Háskólanum á Hólum hvatningarverðlaun ársins 2003. Félagið veitir verðlaunin árlega til fyrirtækja eða stofnana sem skarað hafa fram úr í starfsemi sinni. Verðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn. Háskólinn á Hólum þykir sérlega vel að verðlaunum kominn og er þeim óskað áframhaldandi velgengni í uppbyggingu skólans. Afhending verðlaunanna fer fram á Hólum þann 27. febrúar kl. 11:30. Verðlaunagripurinn er listaverk eftir Erlend Magnússon listamann, ásamt verðlaunaskjali. Nánari upplýsingar gefur Baldur Valgeirsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra.
Lesa meira

Mannfjöldi 2003 - endanlegar tölur

Nú liggja fyrir endanlegar tölur um íbúafjölda á Siglufirði þann 1. desember 2003. Árið 2003 bjuggu á Siglufirði 1438 íbúar og hefur þeim fækkað um 17 frá árinu áður.Frá árinu 2000 hefur íbúum fækkað um 122 og á 10 ára tímabili hefur íbúum fækkað um 343, en árið 1993 voru íbúar Siglufjarðar 1781.
Lesa meira

Bæjarráð Ólafsfjarðar vill flýta Héðinsfjarðargöngum

Bæjar Ólafsfjarðar hefur samþykt ályktun þar sem segir að í ljósi framkominna upplýsinga um minni þenslu í kjölfar stóriðjuframkvæmda á Austurlandi, óski bæjarráð Ólafsfjarðar eftir því að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína um tímasetingu framkvæmda við Héðinsfjarðargöng.Verkið var boðið út í maí og áttu Íslenskir aðalverktakar og sænska verktakafyrirtækið NCC lægsta tilboðið en í kjölfarið ákváðu stjórnvöld að fresta gerð ganganna, til að draga úr hugsanlegu þensluástandi í þjóðfélaginu. Frestun framkvæmdanna s.l. sumar var mikið hitamál við utanverðan Eyjafjörð og um tíma var rætt um að leggja niður Framsóknarfélag Siglufjarðar til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda um frestun.Frétt af local.is
Lesa meira

Nýr bæjarstjóri ráðinn

Meirihluta bæjarstjórnar Siglufjarðar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að Runólfur Birgisson, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtæksisins Siglfirðings ehf., verði ráðinn bæjarstjóri á Siglufirði. Gert er ráð fyrir að Runólfur taki við starfinu 4. mars n.k.
Lesa meira