Fréttir & tilkynningar

Leikskólanum berst gjöf frá Von.

Leikskólanum barst gagnleg og glæsileg gjöf frá Kvennfélaginu Von nú á dögunum. Gjöfin var frábær stafræn myndavél Kodak cx7470 og á eftir að gagnast Leikskólanum vel í framtíðinni. Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri segir vélina koma sér vel og starfsmenn eru þakklátir fyrir þessar rausnarlegu gjöf.
Lesa meira

Hugmyndasamkeppnin - auglýsing!

Siglufjarðarkaupstaður efnir til hugmyndasamkeppni um atvinnutækifæri og fjölgun starfa í Siglufirði. Hugmyndum í samkeppninni skal skilað á bæjarskrifstofu í síðasta lagi þann 20. nóvember n.k. Hugmyndirnar eiga að snúa að auknum atvinnutækifærum á Siglufirði og fjölgun starfa og mega þær hvort heldur sem er vera með Siglufjarðarkaupstað sem þátttakanda eður ei. Reglur samkeppninnar eru eftirfarandi:1) Fram þarf að koma gróf áætlun um kostnað við að koma viðkomandi hugmynd í framkvæmd í upphafi.2) Fram þarf að koma hugsanlegur fjöldi starfmanna við viðkomandi starfsemi.3) Fram þurfa að koma upplýsingar um möguleika á sölu viðkomandi vöru/þjónustu.4) Skilyrði er að hugmyndum sé skilað inn undir dulnefni en með þeim fylgi lokað umslag, merkt viðkomandi dulnefni og inní því umslagi séu upplýsingar um þann sem skilar inn hugmyndinni.5) Allar hugmyndir sem berast verða birtar opinberlega mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.6) Dómnefnd verður skipuð 5 einstaklingum; Fulltrúa frá Verkalýðsfélaginu Vöku Tveimur fulltrúum atvinnurekenda í bænum. Tveimur fulltrúum Siglufjarðarkaupstaðar.7) Dómnefnd tekur mið að því við úrskurð sinn hver kostnaður við viðkomandi hugmynd er, hversu mörg störf geta skapast og hverjir möguleikar eru á að koma hugmyndinni í framkvæmd á Siglufirði.8) Veitt verða verðlaun fyrir bestu hugmyndina að upphæð kr. 100.000,-.Áætlað er að úrslit í samkeppninni og allar hugmyndir verði kynntar opinberlega fyrir áramót.
Lesa meira