Annar dagur Hreyfiviku

Félagar í Hjólreiðafélagi Fjallabyggðar
Félagar í Hjólreiðafélagi Fjallabyggðar

Í dag þriðjudaginn 22. september er dagskrá Hreyfiviku í Fjallabyggð sem hér segir:
Kl. 10:00 Boccia í íþróttahúsinu Siglufirði
Kl. 10:00 - 12:00 Boðið upp á almennar heilsufarsmælingar og fræðslu á heilsugæslunni í Ólafsfirði
Kl. 13:45 - 14:45 Æfing á vegum KF. 1. - 4. bekkur Sigló (íþróttahúsið)
Kl. 14:00 - 16:00 Boðið upp á almennar heilsufarsmælingar og fræðslu á heilsugæslunni á Siglufirði
Kl. 14:45 - 16:00 Æfing á vegum KF. 8.-10.bekkur KK og KVK Sigló (sparkvöllur).
Kl. 16:00 - 18:00 Opinn tími í badminton á vegum TBS í íþróttahúsinu Siglufirði
Kl. 17:30 Hjólreiðafélag Fjallabyggðar býður upp á hjólatúr í kringum vatnið í Ólafsfirði. Vegalengd: 16,8 km. Í boði er fyrir Siglfirðinga á fá hjól sín ferjuð yfir á Ólafsfjörð. Lagt verður af stað frá Ráðhústorginu kl. 17:00

Minnum á sundkeppni sveitarfélaganna. Svo er frítt í sund fyrir alla íbúa í dag.