Ályktun um snjómokstur á Lágheiði

Eins og flestir hér vita hefur Vegagerðin er hætt snjómokstri á svokölluðum g-leiðum, sem Lágheiðin tilheyrir, vegna um sjö hundruð milljóna króna halla á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Á fundi sameiningarnefndar Fjallabyggðar mánudaginn 12. janúar sl. samþykkti nefndin eftirfarandi ályktun um málið: "Sameiningarnefnd Fjallabyggðar skorar á samgönguráðherra og Vegagerðina að endurskoða reglur um snjómokstur á Lágheiði til að tryggja eðlilegar samgöngur í sveitarfélaginu þar til framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng lýkur."
Lágheiðin er nú ófær og því þarf keyra hátt í 250 kílómetra leið til að komast milli vestur- og austurbæjar.