Áhrif Héðinsfjarðarganga á Fjallabyggð

Ráðstefna í tilefni af útgáfu bókarinnar Fjallabyggð fyrir Héðinsfjarðargöng: Samgöngur, samfélag og byggðaþróun Menntaskólanum á Tröllaskaga, 22. janúar 2011, kl. 13–16. Ráðstefnan er ollum opin.

Með opnun Héðinsfjarðarganga haustið 2010 opnaðist ný láglendisleið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar sem mun að líkindum gerbreyta samgöngum,  búsetu, atvinnu, fasteignamarkaði, opinberri þjónustu og félagslegu lífi í Fjallabyggð. Síðastliðin þrjú ár hefur hópur fræðimanna við Háskólann á Akureyri  unnið að rannsókn á stöðu Fjallabyggðar fyrir göng með styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og mun hópurinn fylgjast með samfélagsþróuninni næstu árin. Fyrsta áfanga verkefnisins lýkur með útgáfu bókarinnar Fjallabyggð fyrir göng: Samgöngur, samfélag og byggðaþróun. Af því tilefni er boðað til ráðstefnu um helstu niðurstöður rannsóknarinnar í Menntaskólanum á Tröllaskaga, Ólafsfirði, laugardaginn 22. janúar, kl. 13–16.

DAGSKRÁ

13:00 Fjallabyggð fyrir göng: Samgöngur, samfélag og byggðaþróun
 Þóroddur Bjarnason
 Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Sigurður V. Ásbjarnarson bæjarstjóri og Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri veita fyrstu eintökum bókarinnar viðtöku.
13:15 Umferð um Tröllaskaga og umferðarspá fyrir Héðinsfjarðargöng
 Jón Þorvaldur Heiðarsson
13:30 Áhrif samgöngubóta á fasteignamarkað
 Vífill Karlsson
13:45 Eigendur frístundahúsa í Fjallabyggð
 Edward Huijbens
14:00 Kaffihlé
14:15 Félagslegur auður í Fjallabyggð
 Kolbeinn Stefánsson og Sveinn Arnarsson
14:30 Upplifun íbúa Fjallabyggðar á heilbrigðisþjónustu fyrir göng
 Sonja Stelly Gústafsdóttir
14:45 Áhrif Héðinsfjarðarganga á stöðu kynjanna
 Kjartan Ólafsson og Þóra Kristín Þórsdóttir
15:00 Nokkur orð um mikilvægi þess að fá að sofa heima hjá sér
 Björn Þorláksson
15:20 Pallborðsumræður
16:00 Ráðstefnuslit