Aðalfundur Garðyrkjufélags Tröllaskaga

Mynd: www.gardurinn.is
Mynd: www.gardurinn.is
Aðalfundur Garðyrkjufélags Tröllaskaga norður verður haldinn mánudaginn 27. október kl. 18:00 í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Ólafsfirði.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Að loknum aðalfundarstörfum ávarpar Þuríður Backman, formaður Garðyrkjufélags Íslands fundargesti og síðan flytur Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnastjóri GÍ erindi um áhugaverðar garðplöntur. Félagar í Fjallabyggð og nágrenni eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti, vini og vandamenn.  Mætum sem flest til að njóta fundar og fræðslu og látum okkur vera annt um okkar nánasta umhverfi.

Kaffigjald á fundinum er kr. 500.

Athugið að aðeins skráðir félagar í deild Tröllaskaga norður hafa atkvæðisrétt.