1-1-2 dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

1-1-2 dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöllunin tengist vitundarvakningu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is.

Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, lögreglan, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæslan, Vegagerðin, Æskulýðsvettvangurinn og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. 

Áhersla á barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna

Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöllunin tengist vitundarvakningu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is þar sem fjallað verður um efnið frá ýmsum hliðum. Stefnt er að því að efna til stuttrar athafnar þar sem veitt verða verðlaun í Eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og tilkynnt hver skyndihjálparmaður Rauða krossins er þetta árið. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flytur ávarp.

Heilsugæslan verður með fræðslu um slysavarnir  í 4. bekk grunnskólans, í vikunni, í tengslum við 112-daginn.