1. desember keyrsla Þjóðskrár Íslands

Vakin er athygli á því að 1. desember keyrsla Þjóðskrár Íslands, sem íbúaskrá byggir á, verður gerð þriðjudaginn 19. desember. Allar breytingar sem á að skrá í þjóðskrá og hafa gildisdagsetningu 1. desember (flutningsdagur) eða fyrr, þurfa að berast eigi síðar en fimmtudaginn 14. desember.

Berist flutningstilkynningar til Þjóðskrár Íslands með rafrænum máta, hvort sem það er frá einstaklingum eða sveitarfélögum, þá er flutningurinn skráður eigi síður en næsta virka dag. Sérstaklega þarf því að hafa í huga að senda flutningstilkynningar á pappír til Þjóðskrár Íslands í tíma fyrir 1. desember keyrsluna.