Fréttir & tilkynningar

Lista- og menningargöngur í Fjallabyggð

Fjallabyggð býður uppá Lista- og menningargöngu um Siglufjörð fimmtudaginn 6. desember nk. frá kl. 18:00 til ca. 20:00 um Ólafsfjörð 7. desember nk. frá kl. 18:30 til ca. 19:30.
Lesa meira

Nýjar lóðir á Siglufirði lausar til umsóknar

Fjallabyggð auglýsir lausar til umsóknar 6 lóðir fyrir fjölbýlishús og eina einbýlishúsalóð. Lóðirnar eru staðsettar á gamla malarvellinum miðsvæðis í bænum. Í nýju deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir þremur fjögurra íbúða húsum á tveimur hæðum, þremur 4-5 íbúða húsum á tveimur hæðum ásamt bílgeymslum og einu einbýlishúsi ásamt bílskúr.
Lesa meira

Seinni kattahreinsun

Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir: Námuvegi 11 Ólafsfirði (Olís portið) fimmtudaginn 6. desember kl. 13:00-15:00 Áhaldahúsinu Siglufirði fimmtudaginn 6. desember kl. 16:00-18:00
Lesa meira

Hvað varðar okkur foreldra um þessi tölvumál?

Fyrirlestur í Tjarnarborg, þriðjudaginn 4. desember kl. 18:00, í boði Grunnskóla Fjallabyggðar og Foreldrafélags Grunnskólans.
Lesa meira

Málverkasýning Aðalheiðar í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Fimmtudaginn 6. desember kl. 16.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir málverkasýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Verkin eru unnin í vinnustofudvöl í Svorbæk í Danmörku á haustdögum og bera yfirskriftina frjó.
Lesa meira

Ljósin tendruð á trénu á ráðhústorginu Siglufirði á morgun

Ljósin tendruð á trénu á ráðhústorginu þriðjudaginn 4. desember kl. 17:00
Lesa meira

Sorphreinsun og snjómokstur

Vakin er athygli á því að samkvæmt sorphirðudagatali á að losa gráu tunnuna í dag. Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum til að auðvelda starfsmönnun Íslenska Gámafélagsins losun.
Lesa meira

Jólastemning í Ólafsfirði 2. desember kl. 15.00

Ljósin tendruð á trénu við Menningarhúsið Tjarnarborg sunnudaginn 2. desember kl. 15:00
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2019

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 við síðari umræðu sem fram fór 29. nóvember sl.
Lesa meira

ATH! Fréttatilkynning vegna tendrunar jólatrjáa í Fjallabyggð og jólamarkaðar Tjarnarborgar um helgina

Tendrun jólatrésins á Siglufirði sem vera átti á morgun, laugardaginn 1. desember hefur verið aflýst vegna slæmrar veðurspár. Ný dagseting verður birt eftir helgina. Ákvörðun verður tekin á morgun um hvort kveikt verður á jólatrénu 2. desember í Ólafsfirði. Ákvörðun um jólamarkað Tjarnarborgar verður sömuleiðis tekin á morgun.
Lesa meira