Fréttir & tilkynningar

SKÓLASTJÓRI LEIKSKÓLA FJALLABYGGÐAR

Staða skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar er laus til umsóknar. Leitað er að drífandi einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.
Lesa meira

Aukin hæfni starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Aukin hæfni starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu á Norðurlandi Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 27. mars, 11:00 - 14:00 á Hótel KEA, Akureyri
Lesa meira

Leysingar Alþýðuhúsinu á Siglufirði um páskana 7. - 9. apríl

Föstudaginn langa 7. apríl kl. 14.00 hefst árlega listahátíðin Leysingar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hátíðin stendur í þrjá daga og er boðið upp á sýningu í Kompunni, þrjá gjörninga, upplestur ljóða og tvenna tónleika.
Lesa meira

Styrjueldi í Ólafsfirði

Mikið var um að vera í húsnæði Norðlenzka Styrjufjelagsins efh í Ólafsfirði þegar að bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir og Bragi Kristjbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála voru þar á ferðinni. Eyþór Eyjólfsson framkvæmdastjóri félagsins segir að nú á næstunni verði farið í að strjúka hrogn og svil úr hluta af fiskinum með sérstakri aðferð.
Lesa meira

Karlakór Fjallabyggðar sýnir frá starfsemi sinni á Instagram

Nú er Karlakór Fjallabyggðar kominn á Instagram auk Facebook síðunnar sem hefur verið virk í nokkur ár. Instagram reikningur karlakórsins leyfir fólki að skyggnast bakvið tjöldin og sýnir frá starfsemi kórsins. Karlakórinn á Instagram: https://www.instagram.com/karlakor_fjallabyggdar/
Lesa meira

Nýr Sigurvin kemur í heimahöfn

Nýja björgunarskipið Sigurvin kemur í heimahöfn á Siglufirði laugardaginn 25. mars nk. Sigurvin siglir inn fjörðinn kl. 13:45 og áætlað að hann verði við bryggju kl. 14:00. Kaffiveitingar á Kaffi Rauðku að athöfn lokinni. Allir velkomnir.
Lesa meira

Nýbyggingar við Vallarbraut á Malarvelli

Kynningarfundur varðandi framkvæmdir við Vallarbraut á Malarvellinum og hugsanleg kaup á nýjum íbúðum fer fram í Bláa húsinu, þriðjudaginn 28. mars nk. kl. 16:00. Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem hefur yfirumsjón með verkinu mun fara yfir þær framkvæmdir sem eru í farvatninu og tímalínu þeirra. Eins mun hann sýna teikningar af húsum og íbúðum og svara spurningum áhugasamra kaupenda. Vonumst til að sjá sem flesta – Kaffi á könnunni.
Lesa meira

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+ Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 12:00
Lesa meira

Opnir fundir fyrir ferðaþjónustuaðila vorið 2023

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.
Lesa meira

Sumarstörf í Íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar frá 1. júní til 31. ágúst 2023

Sumarstörf í Íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar frá 1. júní til 31. ágúst 2023.
Lesa meira