Fréttir & tilkynningar

Jólastund í Fjallabyggð | Ljósin tendruð á jólatrjánum

Sannkölluð jólastund verður í Fjallabyggð um komandi helgi þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Lesa meira

Íbúum Fjallabyggðar boðið upp í dans í Tjarnarborg

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag ætlar að ljúka árinu á þvi að bjóða upp á tvö opin danskvöld sem haldin verða í Tjarnarborg sunnudagskvöldin 27. nóvember og 4. desember kl. 20.00, klukkustund í senn.
Lesa meira

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar heimsækir listamenn og söfn

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar heimsækir listamenn og söfn Þeir Þorsteinn Ásgeirsson og Björn Þór Ólafsson forsvarsmenn Pálshúss og upphafsmenn uppbyggingu safnsins tóku vel á móti hópnum og kynntu þeir starfsemina allt frá því fyrsta ákvörðun um uppbyggingu hússins hófst og til dagsins í dag ásamt því að fara yfir framtíðaráform um rekstur hússins. Markaðs- og menningarnefnd þakkar þeim Steina og Birni fyrir móttökurnar. Á síðasta fundi heimsótti nefndin Ljóðasetur Íslands þar sem Þórarinn Hannesson tók á móti nefndinni og fræddi um setrið og starfsemina. Markaðs- og menningarnefnd hefur í hyggju að heimsækja söfn og listamenn með reglulegum hætti á kjörtímabilinu.
Lesa meira

Leikskálar fá hjartastuðtæki að gjöf frá Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði

Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði færði Leikskálum á Siglufirði hjartastuðtæki að gjöf. Það voru starfsmenn og stjórnendur skólans sem tóku á móti þessari rausnarlegu gjöf.
Lesa meira

Þekktu rauðu ljósin | 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

,,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi” er slagorð íslenskra Soroptimista Átakið sem leitt er af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt hefst 25. nóvember og því lýkur 10. desember. Um allan heim sameinast hin ýmsu samtök í því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi með ýmsum hætti en roðagylltur litur er einkenni átaksins, #roðagyllumheiminn, #orangetheworld en hann á að tákna bjartari framtíð.
Lesa meira

Neon | Opið hús 30. nóvember nk.

Neon auglýsir opið hús fyrir íbúa Fjallabyggðar Neonráð* býður íbúum Fjallabyggðar í heimsókn í nýtt húsnæði félagsmiðstöðvarinnar miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20:00 – 22:00 Íbúar eru hvattir til að koma og skoða glæsilegar aðstæður unglingana, jafnvel spila pool, borðtennis eða taka á annan hátt þátt í starfinuu þetta kvöld. Boðið verður upp á veitingar. Neonráð
Lesa meira

Nýir og hoppandi kátir stjórnendur Karlakórsins í Fjallabyggð | Nýir kórfélagar velkomnir

Karlakórinn í Fjallabyggð hefur fengið til liðs við sig tvo nýja stjórnendur, þau Eddu Björk Jónsdóttir kórstjóra og Guðmann Sveinsson sem mun sjá um hljómsveit kórsins.
Lesa meira

Stefnum á Norðurland - ráðstefna um fjárfestingar og uppbyggingu

Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll. Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin fimmtudaginn 24. nóvember í Hofi á Akureyri, frá 13-15:30. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.
Lesa meira

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið - Nauðsyn sjálfbærni og nýsköpunar í ferðaþjónustu

Vert er að vekja athygli á fyrirlestri Ferðamálastofu um áhugaverð rannsóknarefni í ferðaþjónustu sem fram fer fimmtudaginn 24. nóvember kl. 11. Yfirskriftin er "Ekki er ráð nema í tíma sé tekið - Nauðsyn sjálfbærni og nýsköpunar í ferðaþjónustu."
Lesa meira

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 20. nóvember

Í gær sunnu­daginn 20. nóvember var al­þjóð­legur minningar­dagur um fórnar­lömb um­ferðar­slysa. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á öryggi óvarinna vegfarenda.
Lesa meira