25.03.2023
Staða skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar er laus til umsóknar. Leitað er að drífandi einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.
Lesa meira
14.03.2023
Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð sem fer fram dagana 13. - 27. mars. Allir íbúar Fjallabyggðar sem eru 15 ára á árinu og eldri geta tekið þátt með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Áætlaðar eru 10 millj. í verkefni í Ólafsfirði og 10 millj. á Siglufirði.
Fegrum Fjallabyggð er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri verkefna í nærumhverfi íbúa í Fjallabyggð. Verkefnið hefst í janúar 2023 og lýkur að hausti 2024. Markmiðið er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku.
Lesa meira
23.03.2023
Mikið var um að vera í húsnæði Norðlenzka Styrjufjelagsins efh í Ólafsfirði þegar að bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir og Bragi Kristjbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála voru þar á ferðinni. Eyþór Eyjólfsson framkvæmdastjóri félagsins segir að nú á næstunni verði farið í að strjúka hrogn og svil úr hluta af fiskinum með sérstakri aðferð.
Lesa meira
22.03.2023
Nú er Karlakór Fjallabyggðar kominn á Instagram auk Facebook síðunnar sem hefur verið virk í nokkur ár.
Instagram reikningur karlakórsins leyfir fólki að skyggnast bakvið tjöldin og sýnir frá starfsemi kórsins.
Karlakórinn á Instagram:
https://www.instagram.com/karlakor_fjallabyggdar/
Lesa meira
22.03.2023
Nýja björgunarskipið Sigurvin kemur í heimahöfn á Siglufirði laugardaginn 25. mars nk.
Sigurvin siglir inn fjörðinn kl. 13:45 og áætlað að hann verði við bryggju kl. 14:00.
Kaffiveitingar á Kaffi Rauðku að athöfn lokinni.
Allir velkomnir.
Lesa meira
22.03.2023
Kynningarfundur varðandi framkvæmdir við Vallarbraut á Malarvellinum og hugsanleg kaup á nýjum íbúðum fer fram í Bláa húsinu, þriðjudaginn 28. mars nk. kl. 16:00.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem hefur yfirumsjón með verkinu mun fara yfir þær framkvæmdir sem eru í farvatninu og tímalínu þeirra. Eins mun hann sýna teikningar af húsum og íbúðum og svara spurningum áhugasamra kaupenda.
Vonumst til að sjá sem flesta – Kaffi á könnunni.
Lesa meira
21.03.2023
Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+ Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 12:00
Lesa meira
19.03.2023
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.
Lesa meira
14.03.2023
Sumarstörf í Íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar frá 1. júní til 31. ágúst 2023.
Lesa meira
14.03.2023
Útgefið sorphirðudagatal 2023 heldur gildi sínu við nýtt fyrirkomulag sorplosunar.
Á þeim dögum sem merktir eru grænni tunnu verður tunna fyrir plast losuð samhliða þeirri fyrir pappír/pappa. Þetta er framkvæmanlegt vegna þess að notast er við tveggja hólfa sorphirðubíl.
Mögulega tekur losun tunnu fyrir pappír/pappa og tunnu fyrir plast því lengri tíma, jafnvel alla viðkomandi viku.
Lesa meira