Laus störf

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir matráði til starfa

Hornbrekka Ólafsfirði Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir matráði til starfa frá 1. apríl 2019. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi frá viðurkenndri menntastofnun og hafi starfsréttindi sem matráður, eða hafi reynslu af störfum við matreiðslu. Hæfniskröfur • Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af matreiðslu í stóreldhúsi • Góð þekking á næringarfræði og rekstri mötuneyta • Skipulagshæfni, sjálfstæði og hæfni til verkstjórnar • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum • Nákvæmni í vinnubrögðum og snyrtimennska • Góð íslenskukunnátta Ábyrgð og helstu verkefni • Ber ábyrgð á gerð matseðils, matseld, innkaupum, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í samvinnu við hjúkrunarforstjóra/forstöðumann • Ber ábyrgð á að starfsemi eldhúss sé samkvæmt markmiðum Hornbrekku Umsóknarfrestur er til 20. mars 2019 Umsóknir sendast á netfangið birna@hornbrekka.is Nánari upplýsingar veitir Birna Sigurveig Björnsdóttir forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri í síma 466-4066 / 6635299 eða í gegnum birna@hornbrekka.is
Lesa meira