Vatnsflóð júní 2025

Málsnúmer 2506007

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 259. fundur - 06.06.2025

Bæjarstjóri greindi frá vinnuskjali frá starfsmönnum skipulags- og framkvæmdasviðs og verkstjóra Þjónustumiðstöðvar vegna vatnsflóða í Ólafsfirði dagana 2-5 júní s.l. Fram kom hvernig undirbúningi var háttað til þess að mæta þeim aðstæðum sem líklegar voru til að skapast í ljósi veðurspár, hvaða aðgerðir var farið í þegar úrkoman var sem mest og nauðsynlegt var að bregðast við sem og tillögur að aðgerðum sem ráðast verður í á næstu misserum til þess að reyna að fyrirbyggja að erfiðar aðstæður skapist við svo mikla úrkomu.

Til máls tóku Tómas Einarsson, S.Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jóhannsson og Guðjón M Ólafsson.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum Fjallabyggðar, verktökum og öðrum viðbragðsaðilum fyrir þá vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum dögum vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í Ólafsfirði vegna hamfaraúrkomu og skriðuhættu.

Bæjarstjórn beinir því jafnframt til sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að taka saman ítarlegri greiningu á viðburðunum og leggja til aðgerðir með kostnaðaráætlun fyrir bæjarráð.