Bæjarráð Fjallabyggðar - 876. fundur - 23. maí 2025.

Málsnúmer 2505006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 259. fundur - 06.06.2025

Fundargerðin er í 14 liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum lið 3 sem borinn er upp sérstaklega. S.Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreiðslu á lið 3 í fundargerðinni.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Arnar Þór Stefánsson, Tómas Atli Einarsson og Guðjón M. Ólafsson.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 3 sem borinn er upp sérstaklega, staðfest með 7 atkvæðum.
  • .3 2503024 Störf laus til umsóknar í stjórnsýslu
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 876. fundur - 23. maí 2025. S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

    Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi starfslýsingu og launasamning við skrifstofustjóra og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir með 6 atkvæðum niðurstöðu bæjarráðs og ráðningu í starf skrifstofustjóra.