Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - umsóknir um starf.

Málsnúmer 2501036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 859. fundur - 17.01.2025

Þrír umsækjendur voru um starf sviðsstjóra skipulags - og framkvæmdasviðs. Að fengnu mati frá ráðningarskrifstofu kemur fram að einn umsækjandi uppfyllti öll skilyrði auglýsingar um starfið og hefur bæjarstjóri ásamt ráðningaskrifstofu tekið viðtal við viðkomandi umsækjanda.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 860. fundur - 17.01.2025

Fyrir liggur ráðningarsamningur við Gísla Davíð Sævarsson og starfslýsing fyrir sviðsstjóra skipulags - og framkvæmdasviðs en starfið var auglýst til umsóknar í desember s.l. Gert er ráð fyrir að Gísli Davíð hefji störf þann 1.mars n.k.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ráðningarsamning og leggur til við bæjarstjórn að ráða Gísla Davíð Sævarsson í starfið.