Erindi frá Ungmennaþingi SSNE

Málsnúmer 2501009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 858. fundur - 10.01.2025

Lagt fram til kynningar erindi frá ungmennum þar sem óskað er eftir framkvæmdum til að auka umferðaröryggi. Erindið er hluti af vinnu ungmennanna á Ungmennaþingi SSNE 2024 og verður tekið til umfjöllunar í skipulags - og umhverfisnefnd.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 318. fundur - 15.01.2025

Erindi varðandi bætt umferðaröryggi í Fjallabyggð frá Ungmennaþingi SSNE.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir innsent erindi og fagnar áhuga ungmenna sveitarfélagsins á málaflokknum. Tæknideild falið að hefja undirbúning á endurskoðun umferðaröryggisáætlunar sveitarfélagsins þar sem meðfylgjandi ábendingar verði hafðar til hliðsjónar. Tæknideild er einnig falið að hefja vinnu við nauðsynlegar úrbætur á biðstöðvum innan sveitarfélagsins í samráði við Vegagerðina.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 42. fundur - 07.02.2025

Farið yfir erindi sem fulltrúar Fjallabyggðar á Ungmennaþingi SSNE sendu á Fjallabyggð og varðar umferðaröryggismál og málsmeðferð erindis til þessa.
Samþykkt
Erindið hefur verið tekið fyrir í Bæjarráði Fjallabyggðar svo og Skipulags-og umhverfisnefnd Fjallabyggðar þar sem bókað var að tillögur ungmennanna yrðu hafðar til hliðsjónar við endurskoðun umferðaröryggisáætlunar sveitarfélagsins. Ungmennaráð vill þakka Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar fyrir að taka jákvætt í erindið og hlakkar til að fá að fylgjast með framvindu vinnunnar.