Bæjarráð Fjallabyggðar - 858. fundur - 10. janúar 2025.

Málsnúmer 2501001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 253. fundur - 23.01.2025

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum og er liður 1 sérstaklega lagður fram til staðfestingar bæjarstjórnar.

Til máls tóku S.Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson og Arnar Þór Stefánsson.
Samþykkt
Fundargerð bæjarráðs staðfest með 6 atkvæðum.
  • .1 2403045 Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 858. fundur - 10. janúar 2025. Fjármálastjóra var falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kostnaðarauka í tengslum við yfirstandandi framkvæmdir í Skarðsdal.
    Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útfærður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn felur í sér aukningu á fjárfestingaramma eignasjóðs vegna framkvæmdanna og er um lokauppgjör framkvæmda að ræða.
    Bæjarráð samþykkir viðauka nr 6.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við samþykkt bæjarráðs með 6 atkvæðum.