Viðræðuhópur Fjallabyggðar og Selvíkur ehf.

Málsnúmer 2411116

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 250. fundur - 28.11.2024

Forseti bæjarstjórnar leggur til að stofna viðræðuhóp um málefni Fjallabyggðar og Selvíkur ehf.

Forseti bæjarstjórnar leggur til að fulltrúar sveitarfélagsins í viðræðuhópnum skuli vera Tómas Atli Einarsson, fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar og Helgi Jóhannsson, fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 259. fundur - 06.06.2025

Fyrir liggur vinnuskjal og upplýsingar frá viðræðuhópi sem settur var á fót um málefni Fjallabyggðar og Selvíkur ehf.
Lagt fram til kynningar
Á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 28. nóvember 2024 var samþykkt að stofna viðræðuhóp um málefni Fjallabyggðar og Selvíkur ehf. og voru af hálfu Fjallabyggðar tveir fulltrúar skipaðir í viðræðuhópinn, Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson. Þann 20. janúar s.l. var svo staðfest með erindi á lögmann Selvíkur að fulltrúar Fjallabyggðar væru tilbúnir til viðræðna í tengslum við “Samkomulag á milli Rauðku ehf. (Selvík) og Fjallabyggðar “ sem dagsett er 28.apríl 2012. Markmið þeirra viðræðna var að ná fram skýrum niðurstöðum um túlkun umrædds samkomulags og sjónarmið sem taka mið af hagsmunum aðila án þess að sveitarfélagið skuldbindi sig umfram það sem eðlilegt og sanngjarnt getur talist.

Að mati bæjarstjórnar er ekki tekið tillit til breyttra forsenda síðan umrætt “Samkomulag á milli Rauðku ehf. (Selvík) og Fjallabyggðar “ var gert árið 2012 og því þarfnast málið frekari skoðunar af hálfu bæjarstjórnar Fjallabyggðar sem fer með endanlegt skipulagsvald innan sveitarfélagsins.

Ofangreind bókun samþykkt með 6 atkvæðum. Tómas Atli Einarsson situr hjá við afgreiðslu.