Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.1
2405032
Erindi frá stjórn Leyningsáss ses
Bæjarráð Fjallabyggðar - 854. fundur - 26. nóvember 2024.
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins en felur bæjarráði að fullnaðarafgreiða þríhliða samkomulag milli aðila máls um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal.
.6
2406050
Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 2 áfangi
Bæjarráð Fjallabyggðar - 854. fundur - 26. nóvember 2024.
Bæjarráð þakkar tæknideild fyrir minnisblaðið og samþykkir að eftirstöðvar framkvæmda verði fluttar til 2025.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.