Bæjarráð Fjallabyggðar - 853. fundur - 22. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 250. fundur - 28.11.2024

Fundargerð bæjarráðs er í 5 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • .1 2405032 Erindi frá stjórn Leyningsáss ses
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 853. fundur - 22. nóvember 2024. Frá og með síðasta ári hefur Fjallabyggð fjármagnað uppbyggingu, rekstur og viðhald á skíðasvæðinu í Skarðsdal.
    Við ákvörðun á framtíðarfyrirkomulagi í tengslum við þau svæði sem í dag eru í eigu Leyningsáss þá kom fram í umræðum á fundinum að skynsamlegt væri að stofnuð yrði viðræðunefnd um framtíðarfyrirkomulag. Bæjarráð leggur til að sveitarfélagið tilnefni 2 fulltrúa og Leyningsás ses 2 fulltrúa um framhaldið og starfsmaður hópsins verði Skrifstofustjóri sveitarfélagsins. Sú nefnd hefji störf eigi síðar en 1.desember n.k. með það að markmiði að leggja fram tillögur eigi síðar en 1.febrúar 2025.
    Bæjarráð skipar Tómas Atla Einarsson og Guðjón M. Ólafsson í viðræðunefndina.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .3 2411090 Styrkbeiðni - Tales of the Nature Spirits, Connecting with the realms around us for future generations
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 853. fundur - 22. nóvember 2024. Bæjarráð þakkar innsent erindi en sér sér ekki fært að verða við beiðninni. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.