Fundargerð hafnarstjórnar er í 13 liðum.
Til afgreiðslu er liður 11.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Helgi Jóhannsson tóku til máls undir 11. lið fundargerðarinnar.
.11
2409074
Varðandi afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 148. fundur - 21. nóvember 2024.
Stjórn Fjallabyggðahafna hvetur stjórnvöld til að fresta innleiðingu gjaldtöku fyrir farþega skemmtiferðaskipa og gefa höfnum þannig meiri tíma til aðlögunar. Ljóst er að ef verður af þessum breytingum þá getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir hafnirnar á minni ferðamannastöðum og fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni.
Bókun fundar
Forseti bæjarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu að bókun:
Bæjarstjórn tekur undir bókun hafnarstjórnar um mikilvægi þess að fresta innleiðingu gjaldtöku fyrir farþega skemmtiferðaskipa og gefa höfnum meiri tíma til aðlögunar þar sem þessar breytingar geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir hafnir á minni ferðamannastöðum og uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni.
Samþykkt með 6 atkvæðum. Helgi Jóhannsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.