Húsnæðismál Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2404014

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 08.04.2024

Farið yfir stöðu vinnu við úrlausn húsnæðismála Grunnskóla Fjallabyggðar næstu skólaárin þar til viðbygging rís við skólahúsið í Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Árnína Björt Heimisdóttir fulltrúi kennara grunnskólans og Salka Hlín Harðardóttir frístundafulltrúi. Skólastjóri og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynntu fundarmönnum stöðu mála við tímabundna úrlausn á húsnæðismálum grunnskólans þar til varanleg lausn fæst með viðbyggingu við Tjarnarstíg. Starfsmenn Grunnskóla Fjallabyggðar hafa fengið sömu kynningu. Nefndin þakkar kynninguna og líst vel á lausnina.