Íslensku menntaverðlaunin 2024

Málsnúmer 2404011

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 08.04.2024

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2024. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Hægt er að tilnefna til verðlauna í fimm flokkum: Framúrskarandi skóla- eða menntaumbætur, framúrskarandi kennari, framúrskarandi þróunarverkefni, framúrskarandi iðn- og verkmenntun og hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem þykja hafa skarað fram úr.
Lagt fram til kynningar
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2024 lagt fram til kynningar.