Áfallin lífeyrisskuldbinding hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins

Málsnúmer 2403018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 08.03.2024

Talnakönnun hefur reiknað áfallna lífeyrisskuldbindingu vegna áunninna réttinda starfsmanna Fjallabyggðar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins B deild pr. 31. desember 2023.
Skuldbindingin er reiknuð samkvæmt tryggingafræðilegum forsendum sjóðsins, þar sem miðað er við spá um lækkandi dánartíðni. Helstu forsendurnar eru 2% vextir, lífslíkur samkvæmt reynslu LSR á árunum 2018 til 2022 með spá FÍT um lækkandi dánartíðni. Örorkulíkur eru samkvæmt reynslu LSR 2010 - 2014. Gögn um lífeyrisréttindi eru sömu gögn og notuð voru við útreikninginn í árslok 2023 og samkvæmt yfirferð bæjarins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.