80 ára afmæli lýðveldisins - samstarf sveitarfélaga við hátíðardagskrá.

Málsnúmer 2403004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 08.03.2024

Athygli sveitarstjórna er vakin á því að á árinu fagnar lýðveldið Ísland áttatíu ára afmæli.
Hátíðahöld í tilefni afmælisins munu ná hámarki 17. júní með hefðbundinni dagskrá í sveitarfélögum en að auki verður sérstök hátíðardagskrá á Þingvöllum þar sem landsmenn eru hvattir til að heimsækja þjóðgarðinn og skoða sýninguna Hjarta lands og þjóðar helgina 15.-16. júní.
Afmælisnefnd, sem forsætisráðherra skipaði í október sl., óskar eftir samstarfi við sveitarfélög í tengslum við hátíðardagskrána með miðlun og hvatningu til þátttöku eins og best hentar á hverjum stað.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.