Ákvarðanir Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi

Málsnúmer 2402024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16.02.2024

Tekið fyrir bréf frá Persónuvernd, dagsett þann 11. janúar sl, þar sem vísað er til ákvarðana Persónuverndar frá 6. desember sl. vegna úttekta á notkun fimm sveitarfélaga á nemendakerfi Google, Google Workspace frá Education, í grunnskólastarfi. Í ljósi þess að fjöldi grunnskóla notast við Google-nemendakerfið telur Persónuvernd þörf á að vekja athygli allra sveitarfélaga á ákvörðunum. Persónuvernd beinir því til sveitarfélaga sem nota umrætt kerfi að meta hvort þörf er á að gera viðeigandi úrbætur á vinnslu persónuupplýsinga í kerfinu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að vinna málið áfram í samráði við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins. Deildarstjóri er hvött til þess að leita liðsinnis Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem önnur sveitarfélög hafi fengið sambærileg bréf.