Skýrsla um orkukostnað heimila 2023.

Málsnúmer 2402021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16.02.2024

Líkt og undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli.
Nú er komin út skýrsla um orkukostnað heimila m.v. gjaldskrár 1. september 2023. Alls eru 91 byggðakjarni í greiningunni og ná tölur fyrir þá aftur til ársins 2014. Samhliða skýrslunni kemur út mælaborð þar sem hægt er að skoða orkukostnað í byggðakjörnum á Íslandskorti, skoða raforku- og húshitunarkostnað sér og bæta við útreikningi fyrir varmadælu fyrir staði með beina rafhitun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.