Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2024

Málsnúmer 2401078

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 144. fundur - 19.02.2024

Fyrir tekið erindi frá Hoppland þar sem óskað er eftir að fá að staðsetja dýfingarpalla og stökkpalla við bryggjuna í Ólafsfirði helgina 27-28 júlí.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að settur verði dýfingarpallur/stökkpallur við bryggjuna í Ólafsfirði en ítrekar að fyllsta öryggis verði gætt við notkun þeirra. Staðsetning verði í samráði við yfirhafnarvörð.

Yfirhafnarverði falið að taka saman lista yfir helstu verkefni sumarsins hvað varðar framkvæmdir og viðhald.

Hafnarstjórn samþykkir að yfirhafnarvörður taki að sér verkefni hafnsögumanns við Fjallabyggðarhafnir þegar þess er óskað.