Sundlaugamenning á skrá UNESCO

Málsnúmer 2312026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 815. fundur - 20.12.2023

Lagt fram dreifibréf frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu þar sem nú stendur yfir vinna við tilnefningu sundlaugamenningar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Um er að ræða fyrstu sjálfstæðu tilnefningu Íslands á skrána en áður hefur Ísland, ásamt Norðurlöndunum, staðið að tilnefningu á handverki við smíði súðbyrðinga á skrána. Skrár UNESCO á sviði menningararfs hafa reynst mjög áhrifamiklar og felst í slíkri skrásetningu ákveðinn heiður og viðurkenning á viðkomandi hefð og sérstöðu hennar fyrir land og þjóð. Því er um að ræða stórt og mikilvægt skref að Ísland standi nú að tilnefningu á sundlaugamenningu.
Verkefnið hefur hlotið verðskuldaða athygli og jákvæð viðbrögð í samfélaginu. Sundlaugamenning á Íslandi er sannarlega útbreidd hefð sem mikill meirihluti landsmanna stundar. Nýjar kannanir sýna að 79% fullorðinna landsmanna fer í sund og þar af fer um 40% reglulega í sund. Þá er ótalin sundiðkun barna og ungmenna. Vegna þessarar miklu útbreiðslu hafa margir nú þegar lagt tilnefningunni lið og lýst stuðningi við hana.
Flest sveitarfélög landsins reka almenningssundlaugar. Að auki reka þau grunnskóla þar sem sundkennsla barna fer fram. Sveitarfélög gegna því veigamiklu hlutverki í sundlaugamenningu landsmanna.
Tilnefning á skrá UNESCO verður ekki að veruleika nema með samþykki og stuðningi þeirra sem þekkja og stunda viðkomandi hefð. Eins og að framan greinir gegna sveitarfélögin mikilvægu hlutverki í sundlaugamenningu á Íslandi. Þess vegna leitum við til ykkar eftir samtali og stuðningi við tilnefninguna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að svara erindinu fyrir hönd sveitarfélagsins.