Bæjarráð Fjallabyggðar - 814. fundur - 8. desember 2023.

Málsnúmer 2312003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 237. fundur - 14.12.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, og 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • .2 2312006 Störf undanþegin verkfallsheimild 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 814. fundur - 8. desember 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við skrá um starfsmenn sveitarfélagsins sem undanþegnir eru verkfallsheimild. Tillögunni vísað til bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .3 2312007 Afskrift á bókfærðu virði hlutafjáreignar í félögum
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 814. fundur - 8. desember 2023. Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um afskriftir á bókfærðu virði hlutafjáreignar í félögum sem eru hætt starfsemi, afskráð eða orðin gjaldþrota. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.