Símafrí. Reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2311022

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 13.11.2023

Skólastjóri fer yfir ný viðmið um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Samþykkt
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Svala Júlía Ólafsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum. Skólastjóri fór yfir reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar. Reglurnar sem kallast "símafrí" snúa að því að á skólatíma fái nemendur frí frá notkun farsíma. Fræðslu- og frístundanefnd hefur áður fjallað um notkun nemenda á farsíma á skólatíma og fagnar því að nú séu komnar reglur um þessa notkun.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 15.01.2024

Skólastjóri fer yfir hvernig hefur gengið eftir að reglur tóku gildi.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Árnína Björt Heimisdóttir fulltrúi kennara og Kristrún Líney Þórðardóttir fulltrúi foreldra.
Skólastjóri fór yfir árangur af reglum um símafrí í grunnskólanum. Fræðslu- og frístundanefnd styður við reglurnar og hvetur til áframhaldandi símafrís með þróun á annarri afþreyingu í frímínútum fyrir nemendur.