Umsókn um leyfi fyrir bakkavörn og efnistöku í Fjarðará Ólafsfirði

Málsnúmer 2310004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 04.10.2023

Með erindi dagsettu 1. október 2023 óskar Þorvaldur Hreinsson f.h. Veiðifélags Ólafsfjarðar eftir heimild til að fara í bakkavörn nr. 6 skv. meðfylgjandi loftmynd unna af Sigurjóni Einarssyni f.h. Landgræðslunnar. Bakkavörnina þarf að setja vegna mikils landbrots á staðnum. Einnig er óskað eftir heimild til að taka 5250 m3 úr eyrum ofan Hrúthólshyls í Fjarðará Ólafsfirði. Megnið af efninu færi í ofangreinda bakkavörn og einnig til að bæta staði fyrir hrygningu og uppeldi seyða.
Samþykkt
Nefndin þakkar fyrir vel unna umsókn. Í umsögn Fiskistofu er ítarlega farið yfir takmarkanir við framkvæmdir í ánni. Leyfið gildir til 24. ágúst 2027. Erindi samþykkt.