Ungmennaþing 2023 - Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE)

Málsnúmer 2309167

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 38. fundur - 29.09.2023

Rætt um fyrirhugað ungmennaþing SSNE sem haldið verður á Raufarhöfn.
Lagt fram til kynningar
Frístundafulltrúi kynnir fundarmönnum dagskrá og fyrirkomulag Ungmennaþings SSNE sem haldið verður á Raufarhöfn 18.-19. október nk. Fjallabyggð má senda fjóra fulltrúa ungmennaráðs á þingið. Fundarmenn lýstu yfir miklum áhuga á ungmennaþinginu.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 02.10.2023

Ungmennaráð Fjallabyggðar mun taka þátt í ungmennaþingi SSNE sem fram fer á Raufarhöfn 18. - 19 október 2023.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti fundarmönnum fyrirhugað ungmennaþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). 3-4 ungmenni munu fara fyrir hönd Fjallabyggðar og frístundafulltrúi með þeim.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 39. fundur - 01.12.2023

Farið yfir ferðina á Ungmennaþing 2023.
Lagt fram til kynningar
Ungmennaþing SSNE var haldið á Raufarhöfn dagana 21.-22. nóvember sl. Fjögur ungmenni frá Fjallabyggð sóttu þingið ásamt frístundafulltrúa. Nánar verður fjallað um niðurstöður þingsins á næsta fundi ungmennaráðs.