Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - Kirkjugarðurinn Saurbæjarási

Málsnúmer 2309142

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 04.10.2023

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 vegna afmörkunar kirkjugarðsins á Saurbæjarási var auglýst með athugasemdafrest frá 11. ágúst til 28. september 2023. Fimm umsagnir bárust vegna tillögunnar. Náttúrufræðistofnun Íslands sendi inn sameiginlega umsögn fyrir aðalskipulags- og deiliskipulagstillöguna.

Umsagnir bárust einnig frá Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni sem gerðu engar athugasemdir við tillöguna.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar.