Listaverkagjöf

Málsnúmer 2309121

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 28.09.2023

Fjallabyggð barst listaverk að gjöf.
Lagt fram til kynningar
Listasafni Fjallabyggðar hefur borist listaverk að gjöf frá afkomendum Dóru Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðarsonar sem bjuggu á Siglufirði á árum áður en Sigurður var læknir á Siglufirði á árunum 1962-1972. Verkið sem er rýjað með plötulopa er samvinnuverkefni Dóru og Höllu Haralds listakonu frá Siglufirði sem teiknaði myndina.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar afkomendum Dóru og Sigurðar fyrir höfðinglega gjöf til safnsins.