Beiðni um fast framlag vegna Kvíabekkjarkirkju

Málsnúmer 2309088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16.02.2024

Tekin fyrir beiðni Hollvinafélags Kvíabekkjarkirkju þar sem óskað er eftir föstu fjárframlagi frá Fjallabyggð næstu þrjú árin til uppbyggingar og endurbóta á Kvíabekkjarkirkju. Bæjarráð óskaði eftir því að fá forsvarsmenn félagsins á sinn fund til að fara yfir verkefnið og mögulega aðkomu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar forsvarskonu verkefnisins fyrir komuna á fundinn.
Sveitarfélagið hefur á síðastliðnum árum komið að verkefninu með styrkveitingum og lýsir yfir áhuga á áframhaldandi aðkomu að þeim hluta verkefnis Hollvinafélagsins er lýtur að uppbyggingu Kvíabekkjar sem sögu- og áfangastaðar í Ólafsfirði. Bæjarstjóra falið að gera drög að samkomulagi við Hollvinafélagið í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 829. fundur - 08.05.2024

Á 821. fundi bæjarráðs þann 16. febrúar 2024 var tekin fyrir beiðni Hollvinafélags Kvíabekkjarkirkju þar sem óskað var eftir föstu fjárframlagi frá Fjallabyggð næstu þrjú árin til uppbyggingar og endurbóta á Kvíabekkjarkirkju.

Eftirfarandi var bókað:
Bæjarráð þakkar forsvarskonu verkefnisins fyrir komuna á fundinn. Sveitarfélagið hefur á síðastliðnum árum komið að verkefninu með styrkveitingum og lýsir yfir áhuga á áframhaldandi aðkomu að þeim hluta verkefnis Hollvinafélagsins er lýtur að uppbyggingu Kvíabekkjar sem sögu- og áfangastaðar í Ólafsfirði. Bæjarstjóra falið að gera drög að samkomulagi við Hollvinafélagið í samræmi við umræður á fundinum.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að samkomulagi við Hollvinafélagið.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.