Vatnsagi í lóðum á Siglufirði

Málsnúmer 2309032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 04.10.2023

Á árunum 2003-2007 voru reistir snjóflóðavarnargarðar ofan við byggðina á Siglufirði. Um var að ræða 5 leiðigarða sem náðu nánast endanna á milli í bænum auk eins leiðigarðs nyrst í bænum. Á árunum eftir að garðarnir voru fullgerðir tóku að berast kvartanir frá íbúum víðsvegar um bæinn þar sem kvartað var yfir að bleyta væri í lóðum eða leki í húsum, sem ekki átti að hafa verið þar áður. Fjallabyggð fékk EFLU verkfræðistofu til að skoða hvert einstakt tilfelli og hvort rekja mætti það til áhrifa frá varnargörðunum og var skýrslu þar um skilað í ársbyrjun 2016.
Síðan þá hafa sveitarfélaginu af og til borist kvartanir af svipuðum toga núna síðast á þessu og síðasta ári. EFLA verkfræðistofa var fengin til að skoða þessi síðustu mál og vann minnisblað útfrá vettvangsskoðun sem farið var í þann 24.júlí sl.

Eftirfarandi lóðir voru skoðaðar og metið hvort rekja mætti bleytu í lóðum til snjóflóðavarnargarða ofan byggðarinnar:
* Fossvegur 9
* Fossvegur 11
* Fossvegur 13
* Fossvegur 15
* Fossvegur 31
* Hafnartún 6
* Síldarminjasafnið (Bátahúsið)
Lagt fram til kynningar
Tæknideild falið að senda afrit af minnisblaðinu á þá aðila sem málið varðar.