Umsókn um framkvæmdaleyfi - uppsetning Súlulyftu og stytting T-lyftu í Skarðsdal

Málsnúmer 2309011

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 233. fundur - 13.09.2023

Lögð fram umsókn Kolbeins Proppé f.h. Leyningsáss ses. um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfið myndi fela í sér leyfi til enduruppsetningar neðstu lyftu í Skarðsdal (Súlulyftu) á nýjum stað og að ráðast í styttingu á T-lyftu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Einnig er óskað eftir stöðuleyfi fyrir gáma sem áður stóðu við neðstu lyftu, á fyrirhuguðum byggingarreit skíðaskála. Áætlaður framkvæmdatími er september til nóvember 2023.

Arnar Þór Stefánsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi með 7 atkvæðum.