Bæjarráð Fjallabyggðar - 803

Málsnúmer 2309004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 233. fundur - 13.09.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 5 og 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • .5 2309013 Reglur um bifreiðanotkun
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 803. fundur - 8. september 2023. Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með 7 atkvæðum.
  • .6 2308064 Erindi vegna listaverkakaupa á verkum Ragnars Páls
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 803. fundur - 8. september 2023. Sveitarfélagið hefur ekki haft virka stefnu um kaup á listaverkum. Þau listaverk sem eru í eigu þess í dag hafa að langstærstu leyti verið færð sveitarfélaginu að gjöf. Bæjarráð getur að svo komnu máli ekki orðið við beiðninni á meðan ekki liggur fyrir innkaupastefna listaverka. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að gera tillögu að innkaupastefnu og leggja fyrir bæjarráð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.