Kostnaður skólaþjónustu 2022 vegna kostnaðarmats nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu

Málsnúmer 2306058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 796. fundur - 07.07.2023

Erindi Mennta- og barnamálaráðuneytisins um kostnað skólaþjónustu lagt fram til kynningar. Haustið 2022 kynnti mennta- og barnamálaráðuneyti áform um setningu nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu. Markmið hennar er að tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum ásamt því að efla þverfaglega samvinnu milli skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu í þágu nemenda með hliðsjón af farsældarlögum og Barnvænu Íslandi.

Svo leggja megi mat á þann kostnað sem lagasetningin kann að hafa í för með sér er nauðsynlegt að fá mynd af stöðunni eins og hún er í dag. Því er óskað upplýsinga um heildarkostnað sveitarfélagsins árið 2022 vegna þeirrar þjónustu sem veitt er og er skilgreind í reglugerð nr. 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram til kynningar. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að koma kostnaðartölum vegna skólaþjónustunnar í Fjallabyggð á framfæri fyrir þann 18. ágúst.