Safnasamningur

Málsnúmer 2304055

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 24.08.2023

Fyrir liggja drög að samningi um eintakagerð, stafræna birtingu og aðgengi af afritum af safnkosti á milli Myndhöfundasjóðs Íslands og Listaverkasafns Fjallabyggðar. Gera þarf samning um leyfi til opinberrar birtingar mynda af safnkosti listasafnsins m.a. á vef safnsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Markaðs- og menningarnefnd leggur áherslu á að Fjallabyggð geri samning við Myndhöfundasjóð Íslands. Með samningnum veitir Myndstef safninu leyfi til eintakagerðar og til að gera safnkost aðgengilegan með stafrænum hætti sbr. 12. gr.b. höfundalaga. Samningur þessi nær til verka í safnkosti safnsins eftir íslenska höfunda og erlenda. Nefndin vísar málinu til Bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 233. fundur - 13.09.2023

Á 99. fundi markaðs- og menningarnefndar voru tekin fyrir drög að samningi um eintakagerð, stafræna birtingu og aðgengi af afritum af safnkosti á milli Myndhöfundasjóðs Íslands og Listaverkasafns Fjallabyggðar. Gera þarf samning um leyfi til opinberrar birtingar mynda af safnkosti listasafnsins m.a. á vef safnsins.
Í bókun sinni um málið lagði nefndin áherslu á að Fjallabyggð myndi gera samning við Myndhöfundasjóð Íslands. Með slíkum samning veitir Myndstef safninu leyfi til eintakagerðar og til að gera safnkost aðgengilegan með stafrænum hætti sbr. 12. gr.b. höfundalaga. Samningur þessi nær til verka í safnkosti safnsins eftir íslenska höfunda og erlenda. Nefndin vísaði málinu til Bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.